mánudagur, 28. nóvember 2011

Það kom aððí!!

Heil og sæl heilsa ég öllum....þarf ekki að koma í skoðun fyrr en eftir 4 mánuði. Ég er svo himinsæl með sjálfa mig að sjálfhverfari get ég varla orðið. Fékk semsagt flotta skoðun í dag, og frá mínum bæjardyrum séð er ég aaaalveg að verða góð. Fer heim í kotið mitt á morgun og þakka pent fyrir mig.... Heyrumst innan tíðar og þakka ykkur öllum stuðninginn þar til næst. PS. enn og aftur ég er svo glöð..... þið vitið: Brosi svona hringinn, er þakklát, er hamingjusöm og á fullt af jólasveinum! PPS. Kann ekki að setja broskarl!

11 ummæli:

Ragna sagði...

Þú þarft ekki að setja broskarl Guðlaug mín því brosið þitt skilar sér svo vel í færslunni. Ég óska þér til hamingju með þessar góðu fréttir - sumir fá jólagjafirnar snemma í ár :) (Ég kann ekki heldur að setja broskall,ha,ha)
Hjartans kveðja til ykkar í fjörðinn fagra.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Broskarl er : tvípunktur : og svigi ) :) Auðveldara gæti það ekki verið;) Sko-þetta var blikkkarl. Nú svo ef þú grætur að morgni þá gerirðu ;( og ef þú ert í fýlu þá gerirðu :( Og ef þú ætlar að kyssa einhvern þá gerirðu :*
En þetta eru bestu fréttir dagsins! Til hamingju!!!!! :) :) :) :) og svo einn :* í lokin!

Lífið í Árborg sagði...

Ég samgleðst þér innilega yfir þessum góðu fréttum, og ekki er ég hissa þó þú brosir allan hringinn ég geri það líka þér til samlætis. Betri jólagjöf er ekki hægt að fá. Hjartans kveðjur :)

Nafnlaus sagði...

Frábært, frábært, frábært :) Nú er bara að hafa það gott og hlakka til jólanna :) sko, ég kann að gera broskarl. Hlakka til að hitta þig RISA KNÚS Magga

Álfheiður sagði...

Þetta voru frábærar fréttir Gulla mín ... njóttu þín í jólagleðinni!

Ragna sagði...

Svanfríður mín. Við ráðum við svona broskall, en þessir alvöru broskallar eru sko ekki tiltækir öllum skal ég sgja þér.

Nafnlaus sagði...

Það var lagið! Þetta voru sko góðar fréttir;-)
Kv. Helga

Íris sagði...

Til lukku með góðar fréttir

Nafnlaus sagði...

Til lukku með það, það er bara gaman að fá góðar frétti :-)
kv. KRistrún

Frú Sigurbjörg sagði...

: D : *

Egga-la sagði...

Þetta voru góðar fréttir.