fimmtudagur, 22. desember 2011

Og aftur hækkar sól.

Ojæja, ekki er myndin eins falleg og blessað bragðið, og er komin á þá skoðun að það eigi að alfriða rjúpuna. (Leyfa sósuna, en banna fuglinn!) Í foreldrahúsum var ég vön hamborgarhrygg og fannst ekki vera jóla án hans. Eftir að við bestimann héldum okkar jól var úr vöndu að ráða, því bestimann var rjúpumann í gegn! Mér aftur á móti fannst þessi matur lítt kræsilegur, en hvað gerir ekki ástfangin kona? Úr varð samkomulag: Hamborgarhryggur önnur jólin og hin jólin rjúpa. Ok, en samkomulagið fólst í að byrja á rjúpunum! Og rjúpa hefur það verið síðan heillin, og allir glaðir. Núna finnst mér eins og fuglinn eigi að fá að vera í friði, við eigum nóg af öðrum mat.... græðgistuðrurnar sem við erum! Munið þið hér um árið? Kengúra, og hvað veit ég, gott ef ekki kjöt af krókódíl. ---Hér á bæ er allt í góðum gír, og ég hef verið í fullri vinnu við að jafna mig á hremmingum ársins. Gengur það bara þokkalega, en aukaverkanirnar verða sennilega seint út af dagskránni. Hef þó vel funkerað og tekið þátt í jóla jóla. Það eina sem hrjáir mig er söknuður eftir litlu fjölskyldunni minni. Svona er þetta bara og ekkert til að væla yfir í raun, því öllum líður vel og er það fyrir mestu. Eitt er víst að með vorinu þá mun sjást undir iljarnar á okkur bestimann hvar sem við fljúgum vestur.--- Þangað til verður undrið skybe að duga. Ég minnist oft mömmu minnar þegar systir mín bjó úti í Danmörku með litla ömmustelpu. Þá var ekkert nema handskrifuð bréf og símtal þegar mikið lá við. Mamma fór þá í sína fyrstu utanlandsreisu og dvaldi hjá systur minni og fjölsk. í mánuð. Þegar við pabbi tókum loks á móti henni var hún lygalaust með ruggustól undir hendinni. Sko, mamma var innan við 1.60 en stóllinn ansi gerðarlegur. Pabbi fór í flækju en tollararnir brostu. Ég veit alls ekki hvernig hún fór að þessu. (Smá útúrdúr) Í dag setjum við spjaldtölvuna í vasann og leggjum í´ann. --- Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og friðsældar þar til næst.

9 ummæli:

Ragna sagði...

Mikið er notalegt að sjá aftur pistil frá þér Guðlaug mín og gott að heyra hvað þú ert dugleg að koma þér aftur á réttan kjöl. Þú verður örugglega orðin mjög brött þegar við sjáum í iljarnar á þér á leið vestur um haf í vor.

Rjúpur og ekki rjúpur. Ég hef einu sinni á ævinni smakkað rjúpur sem tengdamóður minni var gefið eitt árið, en að öðru leyti borðar öll fjölskyldan hamborgarhrygg um jól.

Ég sendi ykkur bestimann mínar innilegustu jólakveðjur og ósk um að komandi ár verði ár góðrar heilsu, gleði og samfunda við fjölskylduna í litla bláa húsinu í fjarska.
Kær kveðja

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þetta var skemmtileg sama um ömmu:) Skemmtilegt að lesa pistilinn, við söknum ykkar stórlega líka og hlakkar okkur mikið til að sjá ykkur á nýju ári. Ég sit hér, sötra hvítt og pakka inn jólagjöfum fyrir mína menn. við heyrumst.

Íris sagði...

Takk fyrir pistilinn. Ég skil vel söknuðinn eftir litlu fjölskyldunni. Gleðilegra jóla óska ég ykkur hjónum.

Nafnlaus sagði...

Jólakveðjur frá Norðurlandinu;-) kv. Helga

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól kæru hjón, vorið verður komið áður en þið vitið af.
Jólakveðja úr Garðabænum,
Védís

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla og Brói, innilegar jólakveðjur héðan úr græna húsinu þar sem rjúpnailmurinn fer að anga fljótlega......finnst rjúpan ómissandi jólamtur eftir að ég kom hingað, vona að verkefnum þessa árs verði svo pakkað vel og vandlega í geymsluhólf reynslubankans og að sem minnst af þeim fylgji inn í nýtt ár.....með jólakveðju KRistrún

Nafnlaus sagði...

Gaman að því hversu sterkar hefðirnar eru, verður að vera rjúpa eða verður að vera hamborgarahryggur, því án hvoru tveggja eru barasta engin jól. ;)
Í mínum húsum er það hamborgarahryggurinn sem blívar og gæti ég ekki hugsað mér jólin án hans..

Gaman að heyra hversu vel batinn gengur, kemur allt með hækkandi sól ;)

Gleðileg jólin í kotið ykkar.

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól Guðlaug mín.Gangi þér allt í haginn á nýja árinu.Kveðja til bestamnsinns. Jólakveðjur frá Neskaupstað.

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð, hef ekki kíkt á síðuna þína lengi,gott að sjá að batinn kemur"hægt og hægt".vona innilega að þessum hremmingum sé nú að ljúka eins og árinu.Óska ykkur alls hins besta á nýju ári.Kærar kveðjur úr Lögbergsgötunni Ásta. P.s.Rosalega huggulegar baksturs myndirnar af ykkur hjónunum.