laugardagur, 21. janúar 2012

smá öppdeit!

Svona lítur frúin út til höfuðsins í þessum skrifuðu orðum. Veit ekki enn hvort mér líkar þetta marglita hár eður ei. Verð því að sætta mig við fyndið hár, hef ekkert val þar til næst.

9 ummæli:

Ragna sagði...

Þetta er bara rosalega flott. Þú þarft alla vega ekkert að vera að borga stórfé fyrir strípur. Til hamingju með þetta nýja hár.
Kær kveðja til ykkar í fjörðinn fagra.

Frú Sigurbjörg sagði...

Flott hár á flottri konu!

Elísabet sagði...

Mér finnst þetta bara fallegt.

Lífið í Árborg sagði...

Ég skal segja þér Gulla mín að fjöldi kvenna borgar stórfé fyrir að hafa þennan háralit. Mér finnst flott að hafa þetta svona frá náttúrunnar hendi.
Kveðja úr stóra bláa húsinu.

Íris sagði...

Sammála öðrum sem hafa ritað hér :) Þú ert bara töff.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er sammála öllum þeim sem hafa skrifað. Ég segi það því aftur: mér finnst þetta fara þér vel. Og svo elska ég þig líka:)

Nafnlaus sagði...

Þetta finnst mér fara þér vel!

Nafnlaus sagði...

Fyndið hár er fyndið :)
Mér finnst þú vera mega töff!

Kv. Arna Ósk

Nafnlaus sagði...

Flott !

GSigfinns