föstudagur, 6. júlí 2012
Er ég fræg?
Já, við mæðgur erum frægar eins og þið sjáið. Erum búin að gera víðreist í dag, dag sem maður þarf að melta um stund. Allt var svo mikið eitthvað. Vorum í frægri götu í Beverly Hills t.d. hvar ég þóttist sjá eina fræga úr sjónvarpsþætti bandarískum. Hinir sáu hana líka og allir voru kátir. Það þarf ekki mikið til að gleðja Vögg! Þegar maður sér stjörnugötuna í sjónvarpinu virkar hún svo gasaleg, en í raun er þetta ósköp venjuleg gangstétt og lætur akkúrat ekkert yfir sér. Þetta var samt gaman, og að sjá stóru Hollyvoodstafina í fjallinu gerði helling fyrir mig og mína. Bert er flottur bílstjóri og við hlið hans voru dóttlan mín og Guðm. P. Sigfússon sem skiluðu okkur öllum heilum heim. En mikið hvað ég er mikil gunga þegar akreinarnar í sömu átt eru 6..... Ég á yndislega vinkonu frá því gamla daga..... mikið góðar vinkonur sem hittumst alltof sjaldan. Þegar ég var í geislunum, og var í Rvík í margar vikur var reynt að koma saman í mat...Ekki gekk að finna tíma sem hentaði öllum. Til að gera langa sögu stutta hittumst við í dag í LA... Lygalaust, dóttir hennar og tengdasonur búa hér og úr þessu varð heljarins mikið pönnukökukaffi. Já, lífið er gott og ég á gott, og ég á líka gott í töskunni minni þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þar kom að því að þið gátuð spókað ykkur með hinum stjörnunum. Þetta er örugglega alveg dásamlegt líf. Njótið vel og skilið bestu kveðjum frá okkur í stóra bláa húsinu.
Þetta er mikil ævintýraferð og þrátt fyrir stærð heimsins, þá er ótrúlegt hvað hann getur orðið smár þegar fólk frá litlu þjóðinni í norðri hittist fyrir tilviljun í LA en náði ekki saman á Fróni.
Alveg dásamlegt hvað það gengur allt upp hjá ykkur. Njótið áfram og áfram. Kær kveðja til ykkar allra.
Skrifa ummæli