laugardagur, 20. október 2012

Ambögur

Það er stundum alveg dáyndis-skemmtilegt að lesa fréttir á vefmiðlunum, og oft held ég að "pennarnir" séu ennþá í grunnskóla. Dæmi: Hann var borinn út á sjúkrabörnum.....Björgvin er stökkbólginn víða.....hún varð ekki um set......ekki stemmari fyrir því svo hann hætti í hólreiðum og svo mætti áfram telja.  Eitt vakti sérstaka athygli mína í dag, en það varðar reykingar. Þar sem ég er nú hætt vildi ég vita meira  af hverju læknisaðgerðir fara oft verr í þá sem reykja en hina sem ekki reykja. Og ég las: þeir sem nota bók fyrir og eftir aðgerð eiga bla blabla.  Ég las aftur og skildi ekki hvað bók kæmi þessu við. Nei, þessi bók var þarna,   stóð skýrum stöfum í staðinn fyrir tóbak! ---Á dögunum bað ég ungan nemanda minn að senda mér sms skeyti í sama formi og vinirnir senda sín á milli, og innihaldinu mátti hann ráða. Til að gera langa sögu stutta skildi ég ekki eitt einasta orð og varð að fá þýðingu, því þetta var óútskýranlegt í mínum augum. Það er því kannski ekki skrítið að sjá svona hryllilega vitleysu hjá fólki sem hefur jafnvel tileinkað sér þetta skeytaform í daglegum skrifum. Og...hjá fólki sem hefur atvinnu af því að skrifa. Ég verð sennilega aldrei svo gömul að ég hætti að skipta mér af íslensku málfari, ekki það að mér geti ekki orðið á í messunni.--- Að geta spilað með tvem höndum er ekki óalgengt að heyra, en það heyrist yfirleitt bara einu sinni í minni stofu! ----Núna er að verða komið eitt ár síðan ég kláraði mína krabbameinsmeðferð, og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Ennþá er ég með grátt þrílitt hár, en það er að sléttast úr því. Ýmislegt er brothætt,  en batamerkin eru að verða meira og meira áberandi. Ekki veit ég hvort er verra lyfjameðferðin eða geislarnir...Bölvuð pína hvort heldur sem er en þetta læknaði mig.  Fer í næstu viku í stóra skoðun og finn í hjartanu að það verður í lagi. ---Þar til næst kveður frú tuða  með bestu kveðju allt um kring. ---  Ps. Fór og nýtti minn kosningarétt, bara svo það sé skjalfest!

8 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Kosningaréttinn og tungumálið þarf hvort tveggja að halda vörð um, undirstaða þjóðar vorrar.
Gangi þér svo súpufínt í stóru skoðuninni; fer ekki að koma tími á aðra hár-mynd af frúnni? :-)

Íris sagði...

Gangi þér vel í skoðuninni. Svo sammála þér að það er stundum hálf ótrúlegt að lesa það sem fréttamiðlar (og þá er ég að tala um virðulega fréttamiðla) láta frá sér á alheimsnetið. Greinilega ekki neinn prófarkalesari sem fer yfir þau ósköp.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já, mér finnst líka að þú ættir að setja inn hár-mynd af þér,því ég get vottað að hún móðir mín lítur mjög vel út:)
Átti ég svo ekki að segja "sjitturinn titturinn" mamma? Ég man bara ekkert af hverju:)

Nafnlaus sagði...

Sammála með málfarið,þetta er oft heil hörmung,hvað fólk lætur frá sér fara.Gangi þér vel.Kv.Ásta Alfreðs.

Ragna sagði...

Alveg er ég þér hjartanlega sammála um málfarið sem er á sorglega mikilli ferð niður á við. En við erum hinsvegar á góðri leið upp á við og ég hlakka til að hitta ykkur í kjallaranum á morgun. Sáumst!

Nafnlaus sagði...

I coulԁ not rеѕiѕt commentіng.
Well written!
Feel free to visit my web-site http://www.prnewswire.com

Nafnlaus sagði...

I am regular visitor, how are you everybody? This article posted
at this website is truly nice.

My weblog: Juegos Flash

Nafnlaus sagði...

I don't even know the way I ended up here, but I assumed this submit used to be great. I do not recognise who you might be but definitely you are going to a well-known blogger for those who are not already. Cheers!

Feel free to surf to my blog post - door glass repair