föstudagur, 22. nóvember 2013
Að kveldi dag.....
Mér finnst þessi mynd af dóttlu minni algjör draumur, hvílík litadýrð í öllu, plús brosinu hennar. Hún nefnilega var "doldið" sein að starta sér í gang. Hékk einhvernveginn út á hlið og brosti, en ég tróð koddum allt um kring og tók myndir. Natti minn, litli snúður er mjög líkur mömmu sinni og það er vel hægt að sjá fjölskyldu og ættarsvip úr öllum áttum. Einhverntíman skrifaði ég hér inn á síðuna upphaf míns lífs og er það ekkert drama, en dapurlegt eigi að síður. Ég er afskaplega fegin og glöð yfir að hafa eignast að endingu foreldra og systkini þrátt fyrir að blóð okkar sé ekki samkvæmt dna. Það er nefnilega svo merkilegt að manni þarf ekki að líka blóðið, og ekki er öllum í mun að leita upprunans til að kynnast því. Ég hef haft allan þann tíma sem ég hef viljað til að kynnast mínu blóðfólki, en mömmu og pabba fólk er mitt fólk. Það er því gaman í raun að sjá að ég og dóttlan mín erum ekki bara líkar hvor annarri, heldur nánast öllum blóð-ættflokknum. Þó eru þeir til sem hafa talið mig líka mömmu í tali og töktum! Hver dregur dám af sínum. -- Nú er aðventan á næsta leiti og kökkurinn fer að segja til sín. Þið munið...hann hverfur þegar jólin ganga í garð. Þangað til skælum við dóttla mín sennilega af og til til að hreinsa loftið í kringum okkur. ---Við bestimann héldum, og vorum alveg ákveðin í að til Rvík. færum við ekki fyrr en í mars, en plön breytast. Það á að skoða brjóstið mitt vel og vendilega aftur til að segja okkur að Rvík. sé ekki á dagskrá fyrr en í mars! Krossum alla fingur og tær, en fyrst við þurfum að fara suður ætla ég að kaupa enn einn feitan og flottann sveinka í safnið þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Yndislegur pistill eins og venjulega. Gangi þér vel í suðurreisunni.
Yndislegur pistill eins og venjulega. Gangi þér vel í suðurreisunni.
Það var gaman að sjá þessa mynd af Svanfríði, það er engin spurning að Natti er sterk-líkur henni. Þú kemst svo yndislega í gegnum blóð og ekki blóðtengsli en ég get vottað það að foreldrar þínir sem ólu þig upp svo hið mesta sóma og gæðafólk, ég minnist þeirra með þakklæti fyrir þau kynni sem ég hafði af þeim. Gangi þér vel í skoðunarferðinni og þú finnur örugglega einn feitan og sæta.
Bestu kveðjur,
Fallegur pistill Gulla mín það runnu tár niður vanga þegar ég var að lesa. Gangi ykkur vel í henni Reykjavík, og við krossum putta að allt gangi vel Knús á þig /ykkur
Svanfríður er án efa heilt litbrigði eins og móðir sín. Gangi þér sem allra, allra best elsku Gulla mín, hugsum til þín.
P.s. heppinn þessi sveinki sem fær að fara í safnið, ég er farin að hlakka til að setja hana Gullu litlu upp.
Takk fyrir pistilinn þinn sem er góður að vanda. Vonandi verður Reykjavíkurferðin ykkur til heilla og þið getið sungið gleðisöng með sveinka í farteskinu á heimleiðinni. Hjartans kveðja til ykkar í fjörðinn fagra.
Skrifa ummæli