föstudagur, 31. janúar 2014

Það var nebblega.....

Heil og sæl þið þarna úti í víðáttunni. Janúar á enda og maður skilur hvorki upp né niður í tímanum, og ég neita ekki  að " I´ve been there, done that" eigi sér einhverja stoð uppá íslensku. Kannski svolítið rétt. Fyrst bíður maður eftir að fermast, svo að verða átján, svo 21.....klára skóla, gifta sig o.sv.frv. Eftir allt þetta, rúmlega sextug get ég svosem sagt...I've been there og þess vegna líður tíminn svo hratt, þarf ekki að bíða eftir neinu stórmerkilegu nema að lifa lífinu sjálfu. Það gengur nefnilega vel á alla kanta og þorrablótið yfirstaðið með miklum bravúr. Í ár var einvalalið eins og alltaf er í þorrablótsnefndum, því allir verða að vinna saman. Þarna kynnist fólk hvert öðru á annan hátt en venjulega, enginn skorast undan og allir sýna það besta sem þeir eiga. Meira að segja verða allir nokkuð glúrnir söngvarar!  Þetta er það sem mér finnst svo yndislegt við að búa á litlum stað eins og mínum.  Eins og myndin að ofan sýnir þá skemmtum við bestimann okkur konunglega ásamt því að skemmta öðrum. Ef ykkur finnst tjenustupian ( uppá "goldönsku") og bestimann með slaufu ekki sóma sér vel út í byrjun blóts þá þið um það. ---- Það er nokkuð merkileg skemmtan þessi þorrablót, fyrir nú utan að eta sérstakan mat. ( Ólst upp við slíkan og finnst hann lostæti. Því súrari, því betri) Hér á Höfn er kosin ár hvert nefnd til að sjá um blótið. Nefndin sú gerir allt nema að elda matinn og spila fyrir dansleik. Þetta er töluverð vinna sem fólk lítur á sem samfélagsverkefni og leysir vel af  hendi. Mér finnst því ferlega skemmtilegt þegar jafnréttis......?  hvaðanæva af landinu vill hafa puttana í þorrablótum landsbyggðarinnar. "Sinn er siðurinn í landi hverjinu" sagði kerlingin og ég tek undir með henni. Hver og einn má, og á að hafa sín sérkenni ef allir á réttum slóðum eru sáttir. Núna vorum við bestimann elstu pörin, og nutum þess að vinna með yngra fólkinu .Þau eru svo full af orku og andansríki að unun var að vinna með þeim. Á næstunni verður stuttur febrúar og svo og svo....þar til næst....

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég segi það enn og aftur-þessi mynd á svo sannarlega heima í ramma. Þið eruð svo flott og falleg á þessari mynd. Pant verða svona when I'm 64:)

Ragna sagði...

Ég er sammla Svanfríði að myndin þarf að fá sinn ramma og setjast upp á góðum stað. Alltaf fjör í kringum ykkur. Ég verð að segja ykkur til gamans að ég var i 70 ára afmæli um daginn og hélt að veislustjórinn væri bróðir, ef ekki bara tvíburabróðir Bróa. Ég var ekki í rónni fyrr en ég var búin að spyrja hann.
Maðurinn heitir Theodór og er frá Seyðisfirði. Hann sagðist vel vita um hvern væri að ræða því þeir væru agætlega kunnugir. Mér fannst þetta sérstaklega skemmtilegt og fannst ég alltaf vera að horfa á Bróa. Hjartans kveðja til ykkar í fjörið á Höfn.

Frú Sigurbjörg sagði...

Flott eruð'ið!