fimmtudagur, 15. maí 2014

Vorvindar glaðir

Allir hættir að lesa blogg og komnir út í vorið, og þeir sem eru í tónlist af einhverju tagi eru að uppskera eftir veturinn. Tónleikar stórir og smáir út um allar koppagrundir. Ég er búin að taka þátt í þessari uppskeru hér og þar og hef haft gaman af. Prófin búin og skólaslit framundan. Gleðigjafarnir mínir verða svo með sína tónleika á sunnudaginn og eftir þá ætla ég að bregða mér af bæ í 3 vikur. Fer í meðferð við einu og öðru, en aðallega snýst þessi ferð um að reyna að setja punktinn yfir i-ið brjóstalega séð. Þetta er nú ekki tíminn sem ég kysi helst að eyða í Rvík, sólskálinn, garðurinn og allt annað eins og kerlingin sagði. Fátt er svosem títt af mínum vígstöðvum fyrir utan framantalið, og lífið er bara nokkuð stabílt. Hugsa með ánægju fram á sumarið, og hugsa með mikilli gleði til Kaliforníu hvar við verðum nokkuð lengi. ----Í þessum skrifuðu orðum er allt að verða vitlaust í sjónvarpinu.....handbolti....og menn að tapa sér í útskýringunum. Tvær rásir á RÚV og íþróttir á báðum. Ég yrði hissa ofaní tær ef Rúv myndi t.d.sýna klukkutíma þátt frá landsmóti kvennakóra sem haldið var um síðustu helgi. Nei... ekki nógu spennó. Handbolti og svo strax á eftir leiðin á HM. (að vísu ekki í kvöld) Nauðungarsjónvarp, og sumu er gert hærra undir höfði en öðru og að því sögðu  sendi ég ljúfar yfir til þeirra sem kíkja hér inn þar til næst.

4 ummæli:

Ragna sagði...

Alltaf gott að sjá að blessað bloggið okkar er ekki alveg búið að vera. Nú er ekkert með það Gulla að við hittumst þegar þú kemur í brjóstaferðina þína.
Takk fyrir pistilinn þinn. Hafið það gott. Sjáumst :)

Svanfríður sagði...

Það er uppá þér tippið núna móðir sæl.


(ég hlæ og skelli mér á lær)
Þín Svanfríður

Lífið í Árborg sagði...

Gott er að hafa nóg fyrir stafni, sérstaklega er það eru hugðarefni hvers og eins. Við sjáumst þegar þú ferð í bæinn, hvaðu það sem best.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir pistilinn. Alltaf gaman að lesa þá og fylgjast með þér.

Kveðja frá Neskaupstað.