miðvikudagur, 3. október 2007

Bleik tilkynningarskylda

Takk fyrir innlitið þið í bloggheimum, það er bara gaman að þessu. Þegar ég var í foreldrahúsum var nauðsynlegt, og partur í uppeldinu að láta vita af ferðum sínum. Þar sem ég lét alþjóð vita af hnjámálum mínum skal tilkynnast hér með: Ég fór í vinnu s.l. mánudag. Mér var vel fagnað, en sérstaklega af yndislegum einhverfum ungum manni, hann brosti hringinn og sagði djúpum rómi: GOTT... Þar hafði ég það, og þær fjórar mínútur sem það tók mig að labba upp stigann urðu að engu. Þær voru altso taldar. Í fyrramálið mætir þessi sami nemandi, og þá ætlum við að hafa mínúturnar bara þrjár. ---Semsagt, allt skríður þetta þótt í hægagangi sé.-- Nú er ég farin að hlakka til vetrarins því hér á Hornafirði verður mikið um að vera í öllu lífinu sem endranær. Komandi helgi verður hin árlega frumsýning Skemmtifélagsins og landsmót skólalúðrasveita blæs svo til sóknar eftir rúma viku. Kórar, leikfélög og annað sem tilheyrir mannlegu lífi er að vakna úr sumardvalanum og lífið blómstrar. Í lok apríl verður svo annað landsmót haldið, og það var landsmót hér um verzlunarmannahelgina. Hornafjörður er sumsé ekki bara humarbær, heldur landsmótsbær með stóru Béi! Annað (á landsvísu) fylgir vetrarbyrjun , en það er hið háa Alþingi. Nú rífst þar hver og einn sem hann getur, en finnst mér mestur tíminn fara í það hvað "hinir eru asskoti" vitgrannir. Þessir þjóðkjörnu fulltrúar þjóðarinnar ættu að huga frekar að því sem er mikilvægt og sleppa fúkyrðunum hvers í annan garð.---Kalt mat!---Nú,- svo er forseti vor út um allar koppagrundir, er hér í dag, en þar á morgun....Kínverjar til í allt.... Nú um stundir er bleiki liturinn allsráðandi á landinu, og vona ég að allir kaupi sér bleika slaufu. --Konur, -ekki slugsa þegar krabbameinsleit er annarsvegar, drífum okkur. Pistilinn skrifaði ég.

10 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já, satt segirðu, nú fer allt af fara af stað heima á Höfn og bara gaman að því. Það er allavega ekki hægt að segja að það sé ekkert hægt að gera...á ég að segja þér leyndarmál? Ég hugsaði stundum þegar ég var yngri að það væri kannski allt í lagi að þú gengir við hækjur því ef ekki,þá hefðir þú áreiðanlega stofnað dansflokk og æft þá heima í stofu á föstudagskvöldum því fyrir ykkur sem ekki vitið, þá æfði mamma karlana úr kórnum heima í stofu mörg kvöld vikunnar svo getið þið ímyndað ykkur ef hún hefði verið almennilega dansfær líka?:)luf jú, Svanfríður

Nafnlaus sagði...

Gott að þetta er allt í áttina, og það er gott að vera saknað.

Kveðja úr Keflavík með stóru Kái

B

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að þú ert komin á ról aftur, það er svo gman að hitta fólk sem hefur saknað manns. Ég fór í bleika skoðun í morgun, það er ekki látið sitja á hakanaum. Bestu kveðjur, Þórunn portugalna, stödd á Íslandi

Nafnlaus sagði...

Blessuð og sæl. Gott að heyra að þú ert farin að staulast um:-) Já, það er ansi forvitnilegt að hlusta á alþingismennina okkar þessa dagan. Mér dettur stundum í hug Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna. Þá fékk maður eitthvert umræðuefni og var settur í lið, með eða á móti viðkomandi umræðuefni. Alþingismennirnir tala einmitt þannig; þaulæfðir frasar, innihaldslausir, andlausir, huglausir og gersamlega hugsjónalausir. Framsóknarmenn farnir að gagnrýna þetta og hitt, sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn - fólk sem búið er að vera í meirihluta ríkisstjórnar sl. 12 ár. Af hverju gerðu þeir þá ekki neitt á þessum tólf árum? Það ætti nú að vera nægur tími til að gera eitthvað. Siv Friðleifs talandi um að hún "óttist" að stjórnin sé ekki nógu lýðræðisleg -lýðræðinu sé ógnað vegna þess að meirihlutinn sé svo stór.....Já, Guðlaug mín, þarna kveiktir þú aldeilis í mér. Ég er allavega farina slökkva á útvarpi og sjónvarpi þegar þetta lið byrjar að tala.... Jafna mig örugglega eftir nokkrar vikur. Hafðu það gott um helgina.

Védís sagði...

Gott að heyra að þú ert að hressar. Saknaði ykkar helgina sem við vorum á Höfn, hefði verið gaman að kíkja á ykkur.

Ég trúi því vel að nemendur þínir hafi verið farnir að sakna þín.

P.S. Ég sé alveg fyrir mér karlakórinn Jökul ásamt Guðlaugu Hestnes æfa dans á stofugólfinu á Hólabrautinni :) :)

Nafnlaus sagði...

Bara að kvitta fyrir mig. Kíkji hér inn öðru hvoru. Gott að lesa að hnjámálin séu í áttina og get svo vel skilið að þín hafi verið saknað.

Hafðu það nú gott.
kær kveðja
Inga frá Gunnlaugsstöðum

p.s. ég stalst til að senda linkinn á bloggið þitt til systkinanna minna, vona að það hafi nú verið í lagi.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Lauga
Langaði bara að kvitta fyrir mig, fékk síðuna frá Ingu systur. Gott að þú ert komin á ról aftur.
Ef þig langar að kíkja á tilvonandi tvíburana mína þá er þetta síðan:
http://www.barnaland.is/barn/login.aspx?barnId=60376&sub=False
Það þarf leyniorð en ég sendi þér í gegnum síðuna. (þeir/þær/þau koma í heiminn í vikunni... er nefnilega fullgengin núna)

Bestu kveðjur
Fríða frá Gunnlaugsstöðum

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að allt er þetta í áttina og áður en varir verður þú sjálfsagt komin í eina mínútu upp stigann og þá verður hann vinur þinn örugglega kátur.
Það er svo aldrei of oft minnt á bleiku skoðunina og mikið getum nú verið þakklátar hér á landi að það skuli vera svona vel fylgst með okkur.
Kær kveðja og góðar óskir frá Selfossi

Kristbjörg sagði...

Efast ekki um að mínúturnar eru aðeins orðnar 2 núna. Hef lesið þessa færslu nokkru sinnum en ekki kvittað því ég þarf alltaf að fara og fá mér Malt. Svo lesblind að mér finnst allataf standa "kalt malt" en ekki "kalt mat". Var alltaf verið að auglýsa hornskrifborð í RL bækling fyrir nokkru síðan. Ég vissi mætavel hvað stóð þarna en samt sem áður las ég alltaf "hornfirskborð". Svona er hugurinn skemmtilegur.
Eiguð góða daga framundan Gulla mín

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Kibba;hahahaha