mánudagur, 17. mars 2008

Eirðarleysi...

Það er að hrjá mig eirðarleysið, og það verulega. Var að tala við dótturina sem bíður í Boston eftir flugi heim. Ferðin frá Chicago gekk vel, en núna er komin þreyta í þá bræður. Vonandi sofa þeir í næsta flugi. Bóndinn fór suður í dag og var ansi búralegur með tvo barnastóla í bílnum. Ég get ekki keyrt bíl eiginmannsins svo daginn átti að nota í annað en ferðast á milli staða. Í hvað fór svo dagurinn? Mestmegnis í vafr um húsið og festi ég ekki hugann við neitt, en þóttist þó gera sitt lífið af hverju. Var á kóræfingu í rúma tvo tíma í kvöld en fannst ég spila með báðar hendur fyrir aftan bak. Hvar endar þetta? Jú, ég veit.....þetta endar annaðkvöld, þegar fólkið mitt hefur skilað sér í hús. Núna er ég að bíða eftir sms frá Svanfríði þar sem hún segir mér að nú sé flugferðin heim að hefjast, eftir það ætla ég að fara með allar bænirnar mínar og vita hvort Óli lokbrá heimsæki mig ekki. Í þeim skrifuðu orðum býð ég öllum góða nótt. --- Ps. Getur maður verið með gæsahúð í mallanum af spenningi? Þar til næst.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það er alveg hægt að fá gæsahúð og hlaupasting líka af spenningi þó í sitjandi stöðu sé....þú verður bara að muna draga djúpt inn andann!!
þetta er allt að koma, heyrði aðeins í gellunni snemma í morgun og hún var bara bjartsýn og róleg með ferðanlagið væntanlega....
það er að koma nótt hjá okkur og háttatími hjá strákunum svo lokbráin hlýtur að heimsækja þá í "hver vegur að heiman er vegurinn heim" vélinni!bestu kveðjur

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla mín nú er bara að njóta daganna framundan í botn og vera amma í aðalhlutverki. Óska ykkur góðrar skemmtunar og gleðilegra páska. Bestu kveðjur til Bróa og knúsaðu liðið frá okkur hérna í DK Svava

Nafnlaus sagði...

úff, svona eirðarleysi er alveg agalegt. mér finnst best annað hvort að slökkva á heilanum (t.d. með sjónvarpsglápi) eða hreyfa mig þar til ég dett niður af þreytu.

sendi bestu kveðjur í bæinn!

Nafnlaus sagði...

Sendi kærar kveðjur á sameinuðu fjölskylduna.

Mikið hljótið þið að vera hamingjusöm akkúrat núna.

Knús,
B