miðvikudagur, 25. júní 2008

Málarameistari? 
Þegar sumarið kemur fyllist ég geysilegri löngun til að mála. Ekki málverk, því drátthög hef ég aldrei verið, en að mála utanhúss eru mínar ær og kýr. Ef "bestasti" helmingurinn telur að ekkert þurfi að mála get ég samt alltaf fundið smugur, og þær smugur mála ég. Það er fátt betra en að sitja á rassinum, nú eða á stól og mála. Ég get þessvegna málað allan heiminn ef út í það fer. Pallarnir eins og nýir og timburverkið líka. Nú er bara snudd eftir, (eða þannig) en það verður að bíða fram yfir helgi. Nú eru spilaputtarnir í öðru hlutverki, og verða að vera í lagi. Hér á Höfn er bátur á þurru landi sem dregur að sér margan ferðamanninn. Akurey. Sá bátur hefur tilfinningarlegt gildi fyrir marga því á honum skólaðist margur sjómaðurinn, en aðrir vilja hann jafnvel á burt. Hvað um það, umhverfið er fallegt og það þarf að halda því og báts-skrokknum við. Karlakórsmenn hafa verið ötulir í að vinna verkið, og þar sem ég tel mig vera karlakórakonu tók ég náttúrulega þátt í þeirri vinnu. MÁLNINGARVINNA!  Skipamálning er samt ekki góð í hárið eða á húðina svo mikið er víst. --Ég var alveg viss um það í vetur að nú væri þessi "sumarfíkn" á enda því hnén gætu ekki afborið svona meðferð. Ég get þetta samt og fyrir það er ég þakklát. ---Eftir svosem eins og smátíma förum við helmingarnir til Spánar til að gera ekki neitt. Það sennilega kemur af sjálfu sér þar sem evran verður í fljúgandi hæðum. Hvað um það, þetta er ákveðið og hlakka ég til. Ég vildi svosem heldur vera á leið minni í litla bláa húsið, en það verður ekki á allt kosið. Þetta var allt ákveðið löngu fyrir evrustríðið. Kæru bloggvinir, látið ykkur líða vel og njótið sumarsins. Málarameistarinn kveður þar til næst.

12 ummæli:

Guðlaug sagði...

Spánverjar:) verða kátir að sjá vini sína, það veit ég og við sjáumst bara síðar. Það er ekki von á endalokum heims þannig að við sjáumst áður en við vitum af.
Annars þykja mér myndirnar æðislegar því þið eruð svo kát:)
Elska ykkur.

Guðlaug sagði...

sorry, þetta var ég, enn á þínu nafni. Svanfríður

Nafnlaus sagði...

þið eruð flott þarna "fjögur á palli"...ahhh ég finn alveg lyktina með myndum, dreg djúpt inn andann sjórinn, báturinn, málning og kaffi! vildi að ég hefði getað mætt í kaffi þarna til ykkar!
almennilegur kraftur í ykkur, hvenær fær svo spánn ykkur í heimsókn?
bestu kveðjur

Nafnlaus sagði...

óska ykkur allrar gæfu og dásemdar í fríinu.

og svakaleg kraftakona ertu!

Nafnlaus sagði...

Hæ, kerlingin mín
Ég er bara heima og svo fegin að hafa fundið þig!
kv
Eyba Dóra

Nafnlaus sagði...

Hafðu góða ferð og gott sumarfrí og við heyrumst síðar
kv
Eyba Dóra

Nafnlaus sagði...

Hef talað eitthvað óskýrt, fer á Spán eftir sirka 4 blogg! Eyba Dóra.. krusa@simnet.is Verð að heyra frá þér. Kveðja til allra. Gulla

Valkyrjan sagði...

Þessar myndir var gaman að sjá !

Bestu kveðjur í kotið !

Guðrún

Nafnlaus sagði...

Dugnaður í ykkur, og Akureyjan mun fallegri fyrir vikið. Margir eiga taugar í þennan bát. Við hjónin eigum taug þangað það er víst. Nökkvi var stýrimaður á Akureynni sumarið sem við fórum að stinga saman nefjum :) Segi stundum að hún sé minnismerki um ást okkar, ha ha. Takk fyrir að mála minnismerkið mitt.

Það er kraftur í þér kona svona á rassinum!
Hafið það gott á Spáni
Kveðja Íris Gíslad

Nafnlaus sagði...

Buon viaje!
Hafðu það nú huggulegt á Spáni kæra Gulla. Þú tekur þig vel út í málningargallanum:-) Kv. Silja

Nafnlaus sagði...

Já, aldeilis flott í málningargallanum. Ég óska þér góðrar ferðar til spánar í sól og sumar.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega mjööööög gaman að mála báta, þetta eru skemmtilegar myndir. Það verður gott að komast í góða veðrið á Spáni til að slaka á. Þar er mjög heitt núna.
Bestu kveðjur
frá Þórunni