þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Halló þið öll.

Takk fyrir kommentin, það er gaman að þessu öllu. Þó ekki þættinum sem var á RUV í gærkvöldi um fimleikaþjálfun ungra barna í Kína. Mér varð hreinlega flökurt. Heyrði svo viðtal við kínveskan þjálfara í kastljósi kvöldsins, og er himinn og haf milli þessara landa hvað þjálfun varðar. Ég var samt glöð að heyra að honum fannst íslenski veruleikinn betri.--- Ég varð líka mjög glöð með hvert lottóvinningur laugardagsins fór, þótt ég sjái litla glætu í því að einn maður skuli fá alla þessa peningaupphæð. Vonandi verður þeim vel af og fái að vera í friði með sitt fé. ---Ég er líka glöð yfir vel unnu dagsverki hérna á Hólabrautinni, og er líka glöð yfir að vera í góðu formi til að hefja kennslu eftir næstu helgi.---Það er sem sagt margt sem ég get glaðst yfir.--- Á laugardaginn kemur ætla ég að spila við brúðkaup og hef mér til fulltingis ágæta söngmenn.--- Þá er 23. ágúst. ---Þann dag höfum við besti helmingurinn alltaf haldið uppá, og gert okkur dagamun því þá giftum við okkur. Mér finnst núna við hæfi að gefa brúðhjónum dagsins alla mína gleði, og get eingöngu vonað að þau nái að minnsta 33 árum eins og við "bestimann". En það er ekki gefið eins og allir vita, og við hjónin höfum verið heppin. Fyrir það fyrsta að finna hvort annað, og að hafa getað hlúð að þessu "fyrirtæki" sem hjónaband er án þess að verða fyrir "gjaldþroti". Kannski asnaleg lýsing á hjónabandinu, en dugir mér vel. ---Verð að láta eina flakka sem er mjög fyndin í minningunni. Pabbi minn elskulegur leiddi mig inn kirkjugólfið á sínum tíma. "Lingemand" var MJÖG nákvæmur maður og við vorum búin að æfa þennan gæsagang vel heima í stofu. Pabbi átti að leiða mig inn í takt við brúðarmarsinn, og hann söng ég á æfingunum. Þegar til kastanna kom skreið fluga eftir nótum organistans, eða að hann verið svo imponeraður af athöfninni að allt spilið fór einhvernveginn í vaskinn. Pabbi lét það ekki á sig fá heldur stikaði inn kirkjugólfið með mig í eftirdragi,var stundum í takt, en stundum hreinlega stopp. Hann gerði nefnilega allt rétt og það sem fyrir hann var lagt. ---Þegar Svanfríður og Bert giftu sig þá spilaði ég alla tónlistina í athöfninni. (að vísu með smá hjálp frá herra Eyjólfi sem söng stórum) Mér var mikið í mun að spila nú vel og rétt svo sagan endurtæki sig ekki. Það tókst og feðginin birtust svo fallega að ég fæ alltaf ´"kött" í kokið við tilhugsunina. Þetta er nú orðið gott kæru bloggvinir af góðum gömlum minningum, en þær eiga samt alltaf rétt á sér. Látið ykkur líða vel, og mig langar til Ammmerííku! Þar til næst.

10 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já hann Lingemand var yndislegur og þar áttirðu góðan mann fyrir föður. Ég hugsa stundum um þessa sögu og flissa þá alltaf inn í mér. Ég er mjög stolt af árunum 33 hjá ykkur pabba og vona ég að ég geti fylgt í þau fótspor og mér þykir ekkert að þessari líkingu þinni því hjónabandið er ekkert nema fyrirtæki. Ég fæ líka "kött" í kokið þegar ég hugsa um brúðkaupið okkar en þá þegar ég hugsa um Þau eiga draum. Yndislegt.
p.s ég vil líka að þið komið til Ameríku:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árin ykkar 33. Fyrirtæki þarf að vera vel stjórnað svo það beri sig. Ykkur virðist hafa tekist vel til.
Í sambandi við þáttinn um fimleikaþjálfunina er ég þér hjartanlega sammála. Mér stór leið illa að horfa á þetta. Hugsa sér að taka smábörn af heimilum sínum til þess að þjálfa þau með slíkri hörku. Bara hræðilegt.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

já það virðist sem illa gangi að halda fyrirtækjum starfandi í heil 33 ár, hvað þá hjónaböndum, ekki mörg sem "meika" það!
svo þið megið heldur betur vera stolt af öllum ykkar árum.....

til hamingju með daginn ykkar!
bestu kveðjur að vestan

Nafnlaus sagði...

Gott að "lesa þig" Gulla mín.

Ég er einmitt að fara í brúðkaup á laugardaginn. Og var einmitt að hugsa um rauða skó og veski við kjólinn minn.

Ég held að tengdamamma búi svo vel...


Hafðu það gott, og ég bið að heilsa "besta hemingnum".

kv,
B

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla og Brói ! Til hamingju með árin ykkar öll. Þið eruð alla vega einn af föstu punktunum í mínu lífi og ef sagt er Brói þá er líka sagt Gulla Njótið dagsins á laugardaginn.... Kveðjur héðan frá DK Svava

Nafnlaus sagði...

Sorry þið eigið auðvitað alltaf að njóta lífsins ekki bara á laugardaginn...;)

Nafnlaus sagði...

þið hljótið að komast þetta allt á jákvæðninni:)

Syngibjörg sagði...

Til lukku með árin 33. Mínir foreldrar hafa verið gift í 42 ár og fara þau að vera eins og Geirfuglinn.
Gangi þér vel inn í veturinn - sé að verkefnin eru mörg og vonandi spennnadi.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð greinilega flink að rækta garðinn ykkar og hlú að viðkvæmu blómunum ... Allt of margir sem gleyma því. Lifið heil og njótið litlu augnablikanna sem skipta svo miklu máli.

Gaman að heyra að þið áttuð gott sumarfrí og ég vona að þið komist fljótt til Ameríku að heimsækja gullmolana ykkar :)

Egga-la sagði...

Til hamingju með brullúpsdaginn ykkar. Við hjónin erum búin að ákveða að muna okkar í ár. Gleymdist í fyrra og einu sinni áður og við erum bara búin að vera gift í 5 ár!!