fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Mér er fyrirgefið

Takk fyrir góðar kveðjur, og brúðkaupsdagurinn var frábær, bæði hjá okkur besta helmingnum sem og hjá brúðhjónunum sem stálu senunni. Þau voru svo falleg. Mikil veisla haldin um kvöldið með öllu tilheyrandi, en þá veiktist ég. Jamm, í byrjun skólaárs. Náði þó að henda hækjunum og stíga rólegan dans við minn mann svona í tilefni áranna 33. ---- Kvef og bronkítis eiga aldrei rétt á sér og alls ekki á þessum tíma árs. Læknir og lyf hjálpuðu, og komst ég í skólann í dag, og vonandi stenst stundataflan þegar ég prufukeyri hana á mánudaginn. Mig langar oft að vera galdrakerling þegar kemur að púsla saman stundatöflu, segja bara HVISS, og allt klárt í fyrstu tilraun.--- 23 nemendur í einkatímum, skólinn einsetinn og ALLIR þurfa að komast að á sama tíma! Þá kemur að því, altso forgangsröð þeirra sem stjórna okkur pupulnum. Ég hef verið nokkuð límd við skjáinn síðustu daga og hef oft ekki haldið vatni við þá iðju. Það er bruðlað í öllum hornum þjóðfélagsins, og sukkið er yfirgengilegt. Sumir eru með 60 millur í mánaðarlaun, menn veiða lax í massavís, fljúga um á einkaþotum til að geta keypt sér eina með öllu í einhverri vegasjoppu, og upptalningin er sko ekki búin. En ég læt staðar numið.--- Ljósmæður flýja stéttina, erfitt er að manna í heilbrigðisgeiranum, útigangsfólk er látið lönd og leið, fötluðum úthýst og alltof margir eru látnir lifa undir fátækramörkum. Mér verður illt. Hvar eru þessir menn sem vilja stjórna öllu, hvað eru þeir að gera? Þegar stórt er spurt verðu oft fátt um svör. Svörin á ég því miður ekki, en ráðamennirnir svokölluðu verða að vakna upp af sínum Þyrnirósarsvefni. Mitt í öllu skjáglápinu var þó glæta, ég horfði á Sound of music, örugglega í skipti nr. 203! Lygalaust, ég kann hana utanbókar, bæði lög og texta, en verð alltaf jafn meyr í hjartanu og spennt í maganum við áhorfið. Ég hlýt að vera með einhver heilkenni! Hvað um það, þá er Tónflóð mynd sem hreyfir við mér á svo margan hátt, og svo elska ég Disney myndir! Þar hafið þið það. Reyndi eftir áeggjan Ameríkufarans í eina tíð að horfa á Júragarðinn, en þegar ég var búin að sitja dágóða stund með lokuð augun, og var farin að kíkja blind fyrir vegghornið þá gafst ég upp. Síðan þá held ég mig við Tónaflóð og Disney. Er mér ekki fyrirgefið? Þar til næst.

10 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hlakka svo til næst þegar þið komið hingað til okkar-því þá getið þið Eyjólfur horft á Mary poppins saman og haft jafngaman af:)
Góða ferð á morgun og ég hlakka til að heyra ferðasöguna.

Nafnlaus sagði...

sammála þér með bruðlið, manni verður óglatt af þessu rugli.

Nafnlaus sagði...

og batakveðjur!

Egga-la sagði...

Ég er í sambandi við foreldra sem eiga downs börn á íslandi og mikið lifandi skelfin er ég fegin að ekki búa á því landinu núna með hana Sögu. Verð bara pirruð þegar ég les um kjör þessa hóps á Íslandi og geri mér grein fyrir að þetta er ekki neitt einsdæmi heldur. Greinilega ekki til peningur fyrir alla , sérstaklega ekki fyrir þá sem þarfnast þess mest. Sveiattan.Bless. Búin í bili!

Syngibjörg sagði...

Menn geta predikað eitt en stundað annað og það gera þessir blessaðir stjórnmálamenn núna þessa dagana. Og maður spyr sig hvort við búum í sama landi og í sama veruleika.

Sendi þér batakveðjur og er líka alltaf jafn hissa á hvernig hægt er að búa til stundatöflu - þar eru galdrar á ferð.

Nafnlaus sagði...

Ég vona að þú losnir fljótt við fjárans kvefið, en gaman að heyra hvað það var skemmtilegt hjá ykkur. Gangi þér vel með pússluspilið með stundaskrána. það þarf sko örugglega mikla þolinmæði til að koma slíku saman svo öllum líki.
Kær kveðja í fjörðinn fagra,

Álfheiður sagði...

Best ég kíki á Tónaflóð um helgina ;o)

Nafnlaus sagði...

já stjórnarmenn heima, hvar eru þeir? steingrímur jóð segir að þeir eigi koma sér heim aftur og hætta þessum þvælingi út um allann heim!
en ég fylgist ekki með stjórnmálum, held það yrðu mín endalok, þá fyrst fengi ég svo slæmt í magan að ég yrði ei meir.....

vona að pestin sé farin frá þér og þú getir fagnað haustinu spræk, ohh ég elska haustin, allra besti tíminn þegar regla er komin á daglega lífið

gagni þér vel með allt

Nafnlaus sagði...

Bara niðurdrepandi að hugsa um þessa misskiptingu. Ég fylgist aðeins með réttindabaráttu ljósmæðra og skil ekkert í því að þær séu bara ekki látnar hafa það sem þær vilja og punktur!!!!!! Kv. Silja

Nafnlaus sagði...

Jæja Gulla mín! Frétti að afleggjarinn minn hefði fengið tíma á stundatöflunni hjá þér. Mikið finnst mér það skemmtilegt. Vona að þið eigið eftir að eiga góða tíma saman í vetur. Bloggið þitt alltaf jafn viskulegt og maður þakkar sínu sæla stundum að vera sjúklingur í DK miðað við þjónustuna á Íslandi... Ég fæ allavega meiri aðstoð hér en þar... Bestu kveðjur til bóndans og Siggi biður að heilsa restinni af karlakórnum.Það er það eina sem að hann vantar frá Hornafirði... En sem sagt kveðjur héðan frá DK Svava og Siggi