miðvikudagur, 17. september 2008

"Klukk" í belg og biðu.

Ég var klukkuð af dóttur minni, en til gamans má geta að hún veit öll svörin. ---Bíómyndir: Svanfríður mín, þú veist að ég elska bara Tónflóð! Fyrir hina sem ekki til þekkja hef ég ekki farið í bíó síðan Karlakórinn Hekla var sýnd, og fékk ég mér þá popp og kók! Sem unglingur sá ég þó mynd sem ég gleymi aldrei. Hún heitir að mig minnir, Days of wine and roses. Alveg mögnuð. ---Sjónvarpsþættir, og það fjórir, úff. --Nágrannar til nokkurra ára, en spaugstofan og útsvar eru algjört "must".-- Hef farið víða um dagana í frí og upplifað margt skemmtilegt. (tónleikaferð um Ítalíu fyrir margar sakir kemur fyrst upp í hugann á þessari stundu. Skrifa kannski um hana seinna.) ---Les mikið: Allt önnur Ella er góð bók, Guðmunda söngkona, Strokið um strengi og fleiri og fleiri. Ég tala nú ekki um allt safnið hennar Guðrúnar frá Lundi. ---Kíki á hornafjörður.is + dagblöðin og allur matur er góður! Ég elska "gamlan mat". Saltkjöt og baunir, hakka í mig súrmat, og hrogn og lifur er sælgæti. Mér hreinlega finnst allt gott nema hafragrautur og brauðsúpa. ---Þá er komið að því síðasta: óskastaðurinn NÚNA er litla bláa húsið í Cary, og það fjórum sinnum. ---Sl. vika hefur verið skemmtileg. Kennarar í Tónó fóru í óvissuferð á föstudaginn var og skemmtum við okkur konunglega. Spiluðum við þjóveg eitt undir jöklum í yndislegu veðri. Ég fullyrði að "blessuð sértu sveitin mín" hafi aldrei hljómað eins vel og þarna. Eftir upphitun við þjóðveginn spiluðum við fyrir 140 kýr+ kálfa í nærliggjandi hjarðfjósi. Ég hef alltaf haldið andlitinu við spilamennsku þar til þá, ég hélt ég myndi deyja úr hlátri, og var ekki ein um það. Kálfur einn dásamlegur baulaði, en var þó auðvitað ekki að baula okkur niður, bara að láta í ljós ánægju sína, ég er viss um það, en þá varð allt vitlaust í fjósinu og allar þessar kýr settu upp halann, bauluðu kálfinum til samlætis og tóku einn góðan hring. Við hættum öllum músíktilraunum, en um leið og tónlistin fjaraði út hættu kusurnar að dansa. ---Þær semsagt elska tónlist.---(veit fyrir víst að nytin datt ekki niður) Eftir flottan mat á góðu sveitahóteli og eftirrétt á næsta bæ þar sem framleiddur er gæðaís var gott að skríða í bólið, og það með hina bestu lykt sem hægt er að hugsa sér. Lykt úr tónlistarhjarðfjósi! Þar til næst.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

ÉG veit líka að Mary Poppins og Eliza Doolittle eiga upp á pallborðið hjá þér líka:)
Óskin þín um viðveru hér í litla bláa húsinu mun senn rætast og HVAÐ OKKUR HLAKKAR TIL!!!
Takk fyrir skemmtilegt blogg og það veit ég fyrir víst að ekki þótti þér leiðinlegt að komast í fjósið.
p.s hvernig væri að rifja upp Gunnlaugsstaði Lauga mín:)

Nafnlaus sagði...

alveg sé ég fyrir mér hina músíkölsku ferfættu áheyrendur:)

Nafnlaus sagði...

Þið hafið semsagt eignast nokkra eldheita aðdáendur þarna í sveitinni:-) Var ísinn ekki góður? Kv. Silja

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þú ert líka búin að afgreiða klukkið og það á svona skemmtilegan hátt. Ég sendi góðar kveðjur í Fjörðinn fagra,

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt klukk hjá þér Gulla mín enda eru pistlarnir þínir alveg frábærir. Takk fyrir góðar kveðjur til mín og minn maður sendir auðvitað góðar kveðjur til ykkar hjóna. Hafið það sem best og farðu nú varlega með þig.... Kveðjur frá DK Svava