ever”.
fimmtudagur, 11. september 2008
Útlitsdýrkun
Takk fyrir góð tölvuráð, og ég hef ákveðið að henda tölvunni minni ekki út í horn, en ég ætla að læra betur á græjuna með góðra manna hjálp. Eitt hef ég þó mér til málsvarnar: ég opna aldrei óþekktan/duló póst, því í verunni er ég afar varkár kona, svo varkár að það jaðrar við fötlun. Ég er bara klaufi, en er þó öll af vilja gerð að gera betur. --- Það er ýmislegt sem ég læt fara í pirrurnar á mér, hvar svo sem þær eru.-- Sat á læknabiðstofu á dögunum og fletti tímaritum. Þau eru full af aðferðum til að líta betur út, hvernig þú átt að klæða þig, hvernig þú átt að mála þig, hvernig þú átt að halda í ástmanninn/makann og bara nefnið það. Í mínum augum heitir þetta útlitsdýrkun, og allir eiga að vera svona og svona til að funkera í lífinu. Fatnaður og húsbúnaður skiptir þarna töluvert miklu máli líka. N.B. þetta sem ég las er einvörðungu fyrir konur. Kannski eru til álíka tímarit fyrir karlpeninginn þó ég hafi ekki séð þau. Mikið finnst mér þetta vond skilaboð til þeirra sem ekki treysta á sitt eigið sjálf og halda að með þessu öllu sé lífshamingjan fundin. Á 57 árum hef ég marga hitt og mörgum kynnst og hefur útlit ekki skipt nokkru máli í því sambandi. Ég er mjög hávaxin og grönn, hef átt vini sem eru litlir og búttaðir og hef átt svarta vini og asíska, sköllótta og rauðhærða. Enginn er eins, þannig er mannflóran, og hefur hver maður sinn sjarma. Ég vil meina að fólk þarf ekki að vera hávaxið með ljóst hár og pakkaútlit til að vera fallegt.--- Einu sinni átti ég kisu sem var flott, og læt ég (gegnum Ameríkufarann) fylgja nokkrar myndir af henni teknar yfir 12 ára tímabil. Krúsa var EKKI há grönn og ljóshærð, þurfti ekki öll kisuúrræðin til að verða einn flottasti og með þyngriever”. Hún varð 10 kíló og mikið elskuð. Þar til næst Brói og Krúsa leika samspil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
en sætar myndir:)
útlitsdýrkun er undarlegt fyrirbæri, mannskepnan lætur útlit ráða ótrúlega miklu, sérstaklega við fyrstu kynni.
þegar maður kynnist manneskjunni kemur í ljós að gott fólk er alltaf fallegt, óháð útliti.
hér var í fréttum að konur sem væru 7 í útliti á skala 1-10 ættu auðveldast með að finna sér vinnu! Hvaða rugl er þetta!
Sæt kisa, en mig grunar að Kisi minn hafi nú verið þyngri. Blessuð sé minning hans.
Oh ég man eftir henni Krúsu, hún var skemmtilegur köttur.
kallar mega grána, fá um sig miðja fellingar og þykja þannig bara sjarmerandi. konur eru konum harðastar - því það eru þær sjálfar sem byggja þessa staðla....
bestar erum við þó þegar við finnum öryggi í eigin skinni, svona eins og krúsa sem stolt sat hátt á vegg, þykk um sig miðja, malandi sæl með lífið!!!
bestu kveðjur
Gaman að sjá þessar myndir af henni Krúsu. Frá fyrsta degi þá átti Krúsa mömmu með húð og hári og pabba líka,auðvitað. Einnig er hægt að segja frá því að karlakórsmenn sem eru tíðir gestir á heimili foreldra minna, kölluðu Krúsu,parkethreinsinn því eftir því sem kötturinn eltist þá varð maginn signari eins og gerist á bestu bæjum:)
Ég lýk þessu með orðum Toms gamla nágranna en breyti þó nafninu; Krúsa is gone.
æ en yndisleg kisa :)
Ég kíki hér öðru hvoru við en hef verið pínu feimin að skrifa ;-) Ég bið innilega að heilsa Svanfríði, ég kíki öðru hvoru við á blogginu hennar líka. Ef þig langar að kíkja á kisustrákana mína þá eru nokkrar myndir undir linknum hérna fyrir ofan
Kær kveðja
Guðný
Guðný... ertu Halldórudóttir? Ef svo er, hvar ertu? Kisumyndirnar þínar eru yndislegar. Kærust kveðja. Gulla Hestnes
Hæhó takk fyrir frábæra þanka. Þetta með útlitsdýrkun er voða vont fyrir 35ára og eldri og hvað þá ef að það eru farnir að myndast keppir og hárin farin að grána þá er maður vonlaus... NEMA maður vilji vinna á elliheimili... Bestu kveðjur frá DK Svava og Siggi sem að í þessum skrifuðum orðum er að spila fyrir mig á gítarinn...
Ég skil að ykkur hafi þótt vænt um þessa fallegu kisu.
Ég hef stundum verið að hugsa til baka í tíma, þegar konur á miðjum aldri fóru að eldast og öllum þótti sjálfsagt að það fylgdi aldrinum að grána og fá nokkrar hrukkur. Nú er gerð sú krafa til kvenna að þær séu alltaf eins og unglingar. Þetta er svoooo ósanngjarnt og auðvitað eigum við ekki að hlusta á slíkit. Maður er hinsvegar reglulega minntur á þetta í orði og riti. Innihaldið er ekkert verið að tala um, bara hrukkurnar og gráu hárin.
Bless í bili Guðlaug mín.
Njótum bara að vera eins og við erum.
Ó en yndislegur kisi. Er algjör kattaraðdáandi og á einn kisa. Hann Óla. Hann er 4 ára og er rúm 6 kg og fer ört stækkandi. Yndislegur sópur eins og hann er kallaður á mínu heimili.
Hafðu það gott Gulla mín.
Kær kv. Elsa Lára.
Þetta hefur greinilega verið dekurköttur, einstaklega fallegur sem gerði það sem honum sýndist. Þetta með útlitsdýrkunina, ég er þér hjartnlega sammála, þetta fer versnandi veit ekki hvar það endar.
Bestu kveðjur úr sólinni í Austurkoti,
Þórunn
Skrifa ummæli