laugardagur, 20. desember 2008

Jólasveinar...einn og margir.

Ég elska jólasveina, og þeir eru góðir. Dóttlu minni þóttu þeir ekki félegir í æsku og var þessi tími árs alveg hræðilegur fyrir hana. Það væri efni í dágóðan doðrant að lýsa desembermánuði í lífi litlu stelpunnar minnar. Hún er þó ekki hrædd við sveinana í dag og Eyjólfur elskar þá en Nattilíus er doldið tvístígandi. Enda bara 20 mánaða og er baby að sögn stóra bróður. Stúfur var í augum hnátunnar skelfilegastur! (Halló, Stúfur þessi litli sæti!) Í byrjun aðventu settist Stúfur að í kaupfélaginu, hneigði sig og hringdi bjöllu flestum börnum til mikillar gleði, en lygalaust fór ég bara einu sinni með dömuna í kaupfélagið í desember eftir að sá stutti plantaði sér þar niður. Nú, svo lét persónulega kaupfélagið okkar í minni pokann fyrir stóru og freku gæjunum og Stúfur "týndist". Ekki fyrir svo margt löngu fór dóttla mín í heimsókn til góðrar vinkonu, hafði þá verið í burtu í nokkurn tíma. Yfir notalegu og rólegu kaffispjalli rak daman augun í Stúf, þann erkifjanda frá liðinni tíð, fékk svona "flashback" og varð lítil eitt augnablik. Stúfur fékk semsagt framtíðarheimili og er sínu fólki til mikillar ánægju. Kannski er ást mín á jólasveinum tilkomin frá þeim tíma sem hnátan mín átti hvað erfiðast með að sætta sig við þá. Var alltaf að kaupa einn og einn til að reyna að láta hana sættast við þá. Veit ekki, en ég á 45 sveinka í dag sem ég set um allt hús fyrir jólin!--- Hér á bæ er því mikið hóhó.---Á morgun verða stóru tónleikarnir sem koma Hornfirðingum í jólaskapið og hlakka ég til. Það er lítil hætta á að ég felli tár meðan á þeim stendur því ég verð "réttu" megin borðs. ---Veit annars nokkur þarna úti hvað tárakirtlarnir geta framleitt á aðventunni einni saman? --- Hlýtur að vera gott efni í rannsókn. Allavega, jólin eru að koma og ég óska þess svo innilega að allir geti notið þeirra. Lítum til með okkar minnstu bræðrum. Bjart bros, velvild, mannkærleikur, nokkrar smákökur og kerti geta gert kraftaverk. Jólasveinastelpan á rauðu bomsunum kveður þar til næst.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Finnur þolir jólasveinana ómögulega, ég held það sé vegna þess að hann er (löngu) búinn að átta sig á því að þeir eru ekki til í alvörunni og þolir ekki svona feik. Harðneitar að ganga kring um jólatréð með svona fígúrum :D

Nafnlaus sagði...

Hó,hó,jólastelpa. Ást á jólasveinum er alveg dásamleg og þeir svíkja mann sko ekki. Ég sé á skrifum þínum Guðlaug mín að þú berð sannan jólaanda í hjarta. Þessi tími núna er held ég aðal táratími ársins því þá falla bæði gleði og sorgartárin flest.
Kær kveðja til þín mín kæra.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú ættir bara að fara til Lovísu og skoða Stúf:(

Elísabet sagði...

mér hefur alltaf verið í nöp við jólasveina. líka trúða og aðra loddara.

en gleðilieg jól frú Guðlaug á rauðu bomsunum!

Nafnlaus sagði...

Er Stúfur til heimilis hjá Lovísu, mikið var hún heppin að mega skjóta skjólshúsi yfir hann. Í mínum huga voru jólin alveg að koma þegar Stúfur var kominn í Kaupfélagsgluggan. Og mér fannst hann rosalega flottur. Ég hef saknað hans mikið. Ég vona að hann eigi góðan stað og heiðurssess hjá Lovísu og fjölskyldu. Tónleikarnir voru yndislegir að vanda og Ó helga nótt fyllti hjartað af jólum
Hafðu það gott í rauðu bomsunum með jólasveinunum 46(eða er Brói ekki talin með ;))

Nafnlaus sagði...

Kærar kveðjur austureftir og hafðu það sem allra best um hátíðirnar. Jólakveðja, Silja.

Valkyrjan sagði...

Já e-h rámar mig í Jólasveininn í Kaupfélaginu !

Óska ykkur Bróa Gleðilegra Jóla*

Guðrún Þýskalandsdama

Nafnlaus sagði...

alma mín og svanfríður eiga það þá sameiginlegt að líka ekki við sveinana! alma mín er afar ósátt við það að ókunnugur kall megi bara troða sér inn í okkar hús á jólanótt - kann reglurnar um "stranger - danger" og sparar þær ekki! bestu kveðjur til ykkar bróa - gleðileg jól