þriðjudagur, 23. desember 2008

Á morgun...

Hjartans vinir nær og fjær. Mig langar að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Ég er nú ekki sú trúaðasta, en bið samt góðan guð að gera þessa hátíð góða fyrir ALLA. Nú er Þorláksmessa og ég sit hér með mína þanka. Húsið mitt er fallegt og mikil hlýja hefur verið lögð í að gera næstu daga (og alla aðra) notalega. Ég sakna litlu fjölskyldunnar í bláa húsinu, en veit að kökkurinn, þessi desember-fiskur hjaðnar aðra nótt. Ég ætla að hafa það gott og hugsa fallega til allra. Jólin eru á morgun, og þar til næst hafið það gott.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð sömuleiðis og hafið það sem allra best.

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð og hafið þið hjónin það sem allra best.

Syngibjörg sagði...

Elsku Gulla,gleðilega hátíð til þín og þinna.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég elska ykkur.

Nafnlaus sagði...

Elsku Guðlaug mín Þakka þér fyrir kveðjuna og ég óska ykkur hjónunum sömuleiðis innilega Gleðilegra Jóla. Kökkinn skil ég vel. Það er allt svo tilfinningaþrungið núna.
Líði ykkur vel.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Gleðilega jólahátíð , hafið það gott...

Inda sagði...

Gleðilega hátíð og hafið það sem best um jólin ..

Kveðja Inda

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól!

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og hafið það sem allra best um jólin. Jólakveðja, Elsa Lára og fjölskylda.