sunnudagur, 8. febrúar 2009

vort daglegt raus.

Nú er langt um liðið síðan síðast, en dagarnir æða áfram. Eitt er ofarlega í huganum akkúrat nún: Ef ég fengi uppsagnarbréf frá mínum yfirmanni yrði ég sennilega fljót að taka pokann minn. Það er einhver víðáttuauðn sem ríkir hjá þeim sem sitja sem fastast þótt löglegt sé, en siðlaust engu að síður. Það verður því örugglega mikil músík í fyrramálið fyrir utan stóru bygginguna í hjarta Reykjavíkur. Í hjarta litla bæjarins míns ríkir þó ró og friður og mikið er byggt. Risasundlaugin er að taka á sig endanlega mynd, og í sannleika sagt finnst mér þetta mannvirki ekki eiga heima hérna! --Þarf greinilega bara að venjast öllum þessum gulu og bláu rennibrautum sem teygja sig til himins. En hvað um það, landinn þarf að baða sig og þá skal byggja það besta.-- Nú eru farmiðarnir vestur um haf komnir ofan í skúffu og ég byrjuð að telja niður. Það geri ég á mjög auðveldan hátt. Rósa frænka hennar dóttlu minnar á bara eftir að kíkja í bláa húsið 3 sinnum! Varð gáttuð yfir miðaverðinu. Það er það sama og síðast þegar við flugum út. Fyrir okkur tvö að fljúga til Rvík. og heim aftur borgum við kr. 44 þúsund, og er það innan við klukkutíma flug. Hver skilur svona verðlagningu?--- Núna um miðjan mánuð ætluðum við ásamt vinahjónum að fara í afmælisferð "strákanna" okkar til Tenerife, en sú ferð var slegin út af borðinu af ferðaskrifstofunni.Eftir að hafa safnað í mörg ár í afmælisferð var þetta vitanlega dálítið fúlt, en við fengum endurgreitt og höldum bara áfram að safna. Þetta riðlaði þó áætlun okkar allra, en er náttúrulega bara lúxusvandamál sem leysist síðar. Kannski bara þegar ég verð sextug. Kannski læt ég drauminn rætast og fer í hvíkalkað hús fyrir sunnan þar sem ég sit og horfi út á hafið með laptoppinn á heilum hnjám og skrifa endurminningarnar. Þar á meðal minninguna þegar ég og annar ormur í sveit ætluðum að moka okkur í gegnum gamla harða fjóshauginn. Sama hvað við mokuðum mikið þá hrundi allt yfir okkur. Nú, eða þegar við stálum hestunum og allt komst upp. Jú svei mér þá, ég fer suður á bóginn þegar ég verð stór. Þar til næst sendi ég hlýjar yfir.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Sko, það er bannað að kveða hálfkveðnar vísur og hætta svo-ég vildi heyra meira af fjóshaugnum og hestastuldi..þessar sögur eru svo skemmtilegar.
Gott að sjá blogg eftir þig.Ég sakna þin. Svanfríður.

Nafnlaus sagði...

fínn áfangi að vera komin með miðana í skúffuna, þá er ferðalagið "áþreifanlegra" og nær.

eins og þú skil ég ekki mannfýlur sem fara hvergi, þrátt fyrir að enginn vilji þær.

Nafnlaus sagði...

Við munum allavega gera okkar besta til að jarða Seðlabankastjórn í hádeginu á morgun...

Nafnlaus sagði...

Njóttu sveitasælunnar þar til stórborgirnar kalla. afi biður að heilsa í sveitina. Er Borgar bóndinn ennþá í karlakórnum?

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Góða ferð á morgun mamma mín og pabbi og skemmtið ykkur vel:) Elska ykkur.

Nafnlaus sagði...

Er ekki bara tillaga Spaugstofunnar best, að skella bara múrnum utanum allt saman og breyta seðlabankanum í fangelsi - athuga bara að útrásarvíkingarnir verði komnir þar inn áður en múrað er.
Var stjórnarráðsbyggingin ekki fangelsi áður fyrr. Sálfsagt að láta svona byggingar breyta um hlutverk.
Fínt að eiga góð ferðalög í vændum.
Kær kveðja til þín Guðlaug mín.