sunnudagur, 29. mars 2009

ég sem ætlaði... og ætla!

Ég er ekki að standa mig í skrifunum, en ég ætla ekki að gefast upp. Mér finnst gott eftir fjögur og stundum fimm kvöld í viku með kóra að vinda ofan af mér og fara rúnt í tölvunni. Dáist að þeim sem skrifa þétt og er dugleg að fylgjast með. Síðasta vika einkenndist af söng og meiri söng, kennslu og að læra músík. Mér telst til að ég sé með um 60 lög í vinnslu, og verður páskafríið því kærkomið, ætla að nota það vel, en líka til að slugsa. Eftir það hellist allt yfir og þá er betra að kunna skil á vinnunni.--- Hef ekki komist hjá að heyra fréttir vikunnar og eftir þeim að dæma eru allir flokkar að vinna, og það stórt. Nú á semsagt að fara að taka á málum! Veit ekki hvað þetta blessaða fólk hefur verið að gera upp á síðkastið, en mér finnst þetta allt saman minna á lélegan farsa þar sem varla er hægt að glotta út í annað. Farnist þeim vel, en ég er munaðarlaus, pólitískt séð. Kannski kemur þetta allt með hækkandi sól. Sólin er þó farin að hækka sig og farfuglarnir sungu fallega fyrir hretið sem nú ríður yfir. Sólin segir mér að ég þurfi að fara að taka til hendinni innanhúss, tuskur og svoleiðis. Kannski geri ég það í páskafríinu, eða alla vega fyrir "ammlið" mitt, og þá verðið þið að syngja svo hátt að það nái í góða bæinn minn. Þar til næst..í guðs friði.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þótt þú sért munaðarlaus pólitískt séð þá ertu það sko alls ekki og allra síst þegar þú kemur í bláa húsið:)Nún a líður tíminn hratt og áður en þú veist af þá verði þið komin í hávaðahúsið litla þar sem tveir grallarar ráða ríkjum og vel það. Einn skítur á gólfið og hinn kallar hátt og lætur vita af ódæðinu:) Ég er komin heim með eina bók og einn dvd disk...datt þér kannski e-ð annað í hug? luf jú.

baun sagði...

já, það er nóg að gera hjá flestum sem maður þekkir. maður má samt ekki gleyma að lifa, svona endrum og sinnum..

Stella sagði...

heheh, ég ákvað að fara einn blogg rúnt og þá segja þér að drífa þig á fésbókina ef þú ætlaðir ekki að vera duglegri á blogginu - en ég mátti stoppa tuð mitt þegar við mér blasti nýtt blogg - dugleg!

það er gott að hafa nóg að gera en maður verður líka að muna gefa sér einn og einn dag í það að lufsast bara um á náttfötunum og gera akkúrat ekki neitt...

bestu kveðjur