fimmtudagur, 9. apríl 2009
Þegar kötturinn sefur fara mýsnar á stjá.
Ég vil þakka öllum hlýjar kveðjur mér til handa á afmælisdaginn. Mér þótti vænt um þær. Ég fékk pakka og karlakórinn birtist hér í öllu sínu veldi og söng sig inn í hús, og þrátt fyrir 34 ár með þeim koma þeir mér enn á óvart.-- Bara flottir.-- Afmælispakki nokkuð stór kom frá Ástralíu og er ég enn að hlæja að innihaldi hans. Úr honum ultu 29 loðin pennaveski með löngum eyrum og fallegum augum. Eitthvað voða mjúkt og fallegt.---29, segi og skrifa. Eldhúsborðið varð fullt. Gefandinn fór á markað og keypti upp lagerinn, en Kínverjinn sem rekur markaðinn taldi frúna brjálaða. Þetta er sko húmor í lagi. Þann 16. apríl mæti ég svo með dýrðina á leikskólann, en þaðan útskrifast 24 börn í vor. Hvert um sig fær mjúkt pennaveski frá OZ til að fara með í 1. bekk. Margt annað fallegt kom úr kassanum, en ekkert sem toppaði veskin. Það sem af er páskafríi hefur liðið ljúft, og ber hæst að rósaskálinn er tilbúinn til notkunar. Vessgú, allir boðnir í kaffi! Hef sofið vel og lengi, lesið, eldað góðan mat og spilað töluvert á píanóið. Lífið er ljúft. Í gær þá endanlega gáfumst við bestimann upp á þessari tölvu. Hún er orðin gömul og frýs reglulega. Í gær fraus hún 7 sinnum, og þegar við tölum við dótturina á skybinu þá frýs gjarnan og Svanfríður mín verður ósköp eitthvað teygð og frosin. Það er of mikið af því góða, og þykist ég góð ef þessi pistill skilar sér. Ný tölva var keypt í gær, en hún verður ekki komin í gagnið fyrr en eftir páska. Vonandi get ég lært á græjuna.-- Nú eru margir út og suður og enginn að lesa blogg, þessvegna fannst mér titillinn svo vel viðeigandi.-- Farið varlega hvar sem þið eruð og njótið páskanna. Þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ég les bloggið þitt og það alltaf:) Til hamingju með nýju tölvuna ykkar og nú líklegast getum við talað eðlilega á skype og mikið verður það nú gott. Ég elska ykkur og það rækilega!
Til hamingju með daginn þinn um daginn - ég á lítinn hrút sem er eins árs í dag og get alveg tekið undir þetta með ákveðnina. Minn maður veit hvað hann vill og hvenær hann vill það! Súkkulaðihúðaðar páskakveðjur í bæinn :)
Takk Lovísa mín fyrir kveðjuna, og til hamingju með litla hrútinn þinn.Það er gaman að frétta af þér, og hafið það sem allra best. Gulla.
Gleðilega páska í kotið þitt!
til hamingju með nýju tölvuna! frétti að bóndinn væri mættur á fésbókina - þú lætur kannski slag standa og kíkir þangað inn líka?
mig langar að fá dagsetningarnar sem þið verðið hér úti, langar að sjá ykkur í sumar, hvort sem það verður hér eða á fróninu kæra...
Ég bíð spennt eftir að loðið pennaveski læðist hér í hús ;)
Gangi þér vel með nýju tölvuna
Skrifa ummæli