sunnudagur, 19. apríl 2009
Ja hérna
Mikið hvað menn geta verið vitlausir. Halda þeir að hægt sé að sigla að bryggju á litlum stað þar sem höfnin er lífæð bæjarbúa og láta sem ekkert sé? Við höfnina hér og á fleiri smærri stöðum þekkja allir bátana við bryggjurnar. Svona kújónar þurfa því að læra meira til að ekki komist upp um strákinn Tuma. Bjánabrækur og glæpamenn eru hvergi velkomnir. ---Annars er lífið gott, en hefur verið nokkuð erilsamt og sigli ég hraðbyr inn í aðra samskonar viku. Próf og tónleikar einkenna hana ásamt sumarkomunni, og vonandi verða allar þessar þyrlur farnar á morgun því þær trufla fuglasönginn. Já, vitleysan ríður ekki við einteyming. Þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Takk fyrir síðast Gulla mín og mikið var gaman að hitta þig og spjalla aðeins ;) En já, ekkert smá um að vera í firðinum okkar í dag. Vona að allt fari vel og þessari vitleysu ljúki sem fyrst. Ekki gaman þegar svona kemur upp á. Bestu kv. Elsa Lára og börnin hennar ;)
var skútan sem sagt að koma inn í ykkar fjörð? kannski við verðum að þakka okkur sæl fyrir smæðina og að glæpamennirnir átta sig ekki á henni? nú meiri lætin! en ég óska þess að friðurinn umvefji fjörðinn aftur á morgun og þú getir heyrt í fuglunum því fátt er ljúfara...
bestu kveðjur!
Já það er mikið sem á gengur. Fuglarnir jafna sig vonandi fljótt en mikið rosalega var gott að þessir kauðar náðust áður en þeir gátu farið að eitra fyrir unga fólkinu okkar.
Kær kveðja í fjörðin þinn sem er vonandi að verða friðsæll aftur.
já, þetta eru nú meiri vitleysingarnir.
Skrifa ummæli