laugardagur, 12. desember 2009

Kjaftaskur/ lesist kjaft-askur!

Hvað gengur mönnum til að láta allt vaða, hversu ósmekklegt og ljótt það er, og það fyrir alþjóð? Halda þeir að þetta sé sniðugt og klókt og þeir svo fjandi klárir? Ef svo er: svei þeim. Ruglaðist inn á Ínn í gærkvöldi og það datt yfir mig... að ég held risaturn. Hélt á símtólinu en vissi ekki í hvern ég átti að hringja til að kvarta hástöfum. Bestemann telur að ekki sé borgandi símtal á svona gaura og ég trúði honum þegar mér rann reiðin. Reiðin í mér er ekki góð, bílífjúmí! ---Les oft blogg hinna og þessa og kommentin eru oft æði skrautleg, að ég tali nú ekki um dónaleg. Hvað gengur þessu fólki til? Mitt blogg er svo vinavætt og sjálfhverft að ég yrði fljót að fjúka ef einhver dirfðist að segja eitthvað ljótt. Ég lít á þennan miðil sem skemmtun frekar en vettvang til að senda fúkyrði út og suður. Aftur að Ínn, á Ingvi Hrafn þessa stöð einn og sér, er hann einráður og getur sagt hvað sem er? Tek það fram að ég er "hvorki né" með stjórnmálamönnum dagsins, en mér líkar ekki svona fúkyrði sem Ingvi Hrafn sendi blákalt í loftið svo rétt rifaði í augun. Áður en ég skrifa mig bálreiða bið ég alla góða vætti að vernda sjónvarpsstjórann, og sendi góðar yfir og allt um kring. --- Ps. Á jákvæðari nótum: átti frí í dag og gerði fullt, fór líka á Frelsinu og hitti fólk. Tónleikahrina í næstu viku og jólasveinarnir okkar koma líka í lítið blátt hús. Þeir bræður fengu "blækur" og hlaup frá Stekkjastaur. Svei mér þá, ég held að sveinki hafi keypt þetta hér á Höfn! Legg ekki meira á ykkur þar til næst.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Nú segi ég bara "ertu illur Ólavur?" Ég skil ekki hvað reiddi þig svona.Ingvi Hrafn? Segðu mér:)

Nafnlaus sagði...

Jóhanna er vitlaus og veldur enganveginn starfinu. Hún er hokin og greindarskert. Indriði Þorlásson fær raðfullnæginu trekk í trekk við að búa til skatta. Nenni eki að tína til fleiri athugasemdir þessa sjónvarpsstjórnanda og ég er illur Ólavur. Sumt fólk er fífl hjartans mín.Líður mun betur núna. Mamma

Egga-la sagði...

Er alveg hætt að horfa á íslenskt sjónvarp þessa dagana og alveg að hætta í moggablogginu líka. Fúll á móti ræður ríkjum og ég næ ekki að fylgjast með.

baun sagði...

Ég gat nú ekki annað en brosað að tilvitnun þinni í ÍNN spekinginn, hér á undan:)

En í mínum huga er Ingvi Hrafn graftarnabbi og ég held hann eigi bara bágt.

Íris Gísladóttir sagði...

Ja hérna hér, held bara að það sé í tísku að valta yfir náungan. Mér skilst að félagi Bubbi Morthens geri slíkt hið sama í sínum þáttum á Rás 2. Leiðinlegur ávani.

En að öðru takk innilega fyrir spileríið með henni Ninnu á tónleikum tónskólans um daginn. Það var yndislegt að hlusta á ykkur.

Ragna sagði...

Já það er oft mikið grjótkast úr glerhúsunum. Einn góðan veðurdag held ég að þetta grjótregn skili sér til baka til þeirra sem hófu leikinn. Ég get mætavel skilið reiði þína. Ég hef einstaka sinnum villst þarna inn og er fljót út aftur.
Kærar kveðjur til ykkar í fjörðinn fagra,