miðvikudagur, 23. mars 2011

dagur 3.

Mikið þakka ég góðar kveðjur og bænir mér til handa. Það er ómetanlegt að vita af ykkur öllum þarna úti. Nú er fyrsti kaflinn búinn, og við tekur rúmlega vikubið sem vonandi endar vel. Ég ætla að halda áfram að hugsa fallega, og standa mig. Við bestimann sendum ljúfar yfir þar til næst.

6 ummæli:

Elísabet sagði...

Sendi þér hlýjar hugsanir, vona að allt gangi að óskum.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú ert svo dugleg og þið bæði!

Nafnlaus sagði...

Gangi þér allt í haginn,þú duglega kona.Hlýjar kveðjur Ásta.

Helga Rebekka sagði...

Bestu kveðjur til ykkar beggja. Hugsum til ykkar og vonum að allt gangi vel.
Kveðja að vestan,
Helga Rebekka & co.

Ragna sagði...

Þú færð hlýjar hugsanir og bataóskir áfram mín kæra. Líði ykkur bestimann báðum vel.
Kær kveðja

Lífið í Árborg sagði...

Gott að heyra að fyrsti áfangi er afstaðinn, vona innilega að framhaldið gangi líka að óskum. Sendi ykkur hjónum góðar kveðjur og bataóskir.
Kær kveðja.