föstudagur, 25. mars 2011
Dagur 5
Sterkari í dag en í gær, og sálin bjartari. Kemst ekki í neitt nema í serk og víðar náttbuxur, en þær ku jú vera í tísku. Vonandi verð ég laus við drenið fljótlega eftir helgi, og þá ætla ég að fara í föt með stóru effi. Ég finn svo mikinn stuðning og mikla hlýju allsstaðar, það er örugglega mikil lækning sem kemur frá öllum þessum fallegu sálum. Þegar við bestimann fengum greininguna henti ég sígarrettunum og þar við situr, og ég er svo hreykin af mér. Í dag í vel upplýstu samfélagi ætti enginn að byrja að reykja, það er bara þannig. Að takast á við reyklaust líf er létt, og jafnvel á stundinni sem ákvörðunin var tekin. Ég er nefnilega þannig sem hrútur.......allt eða ekkert! Ég laumaðist niður í morgun í píanóið sem hér er og ég gat spilað. Ég veit náttúrulega ekki um úthaldið nákvæmlega núna, en krafturinn er til staðar og enginn dofi í vinstri handlegg. Enn og aftur gott fólk, takk fyrir stuðninginn og ef ég má gera kröfur þá er vel þegið að þið haldið áfram að hugsa fallega því biðin er doldið erfið. Þar til næst sendi ég ljúfar yfir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
knús
Knús, þú ert dugleg, algjör hetja. Hugsa til þín. Bestu kveðjur, Elsa Lára.
Hugsa til þín nánast á hverjum degi og hef fengið fréttir af þér frá mömmu. Gangi ykkur vel í þessari baráttu, skilaðu kveðju til Bróa.
Kveðja,
Védís
Tu ert yndisleg kona i alla stadi og dugleg ertu lika. Sendi ter allar minar bestu kvedjur, hugsa til tin og vona allt tad besta ter til handa. Risaknus, Lindablinda
Þú seiglast í gegnum þetta, Guðlaug. Bestu kveðjur úr Laugardalnum!
Mikið er ég fegin að heyra frá þér, gott hjá þér að hætta að reykja og frábært að þú gast komist í píanó. Þetta er örugglega allt á góðri leið. Bestu kveðjur til þín og bestimann, heppin ertu að hafa hann þér við hlið. Batakveðjur úr kotinu.
Elsku Gulla var bara að sjá þetta núna. Þú sigrast á þessu eins og öllu öðru. Óska þér góðs bata og kær kveðja til ykkar Bróa
Anna Guðný
Gott að heyra að vel hefur gengið. Ég bið og vona að svo verði áfram og sendi þér baráttukveðjur sem og alveg fjöldamörg knús!
Árdís og fjölskylda.
Hugsa til ykkar með hlýju. Og gangi þér vel að kafa þennan byl, duglega kona! Kveðja, Magnea Gunnars
Sendi baráttukveðjur til ykkar hjóna. Þú ert sterk kona að kveðja ljótu vinkonuna vona að ég geti tekið þig til fyrirmyndar án þess að fá vont spark í rassinn. Gangi þér vel með framhaldið, gott að heyra að þú gast spilað á píanóið, held að þú hefðir verið ómöguleg án þess.
Knús í kotið
sendi mína allra sterkustu strauma til þín - farðu vel með þig, bestu kveðjur
Skrifa ummæli