sunnudagur, 27. mars 2011

Dagur 7

Annars er ég hætt að telja því þetta er bara ég! Lífið lufsast áfram í dálitlum hægagangi sem er gott bæði fyrir sál og líkama. Ég hef lært það í gegnum tíðina að með því að anda djúpt og ná venjulegri hugarró eru mér margir vegir færir, ég geri eins og dýr eyðimerkurinnar, hægi eins mikið á líkamsstarfseminni og ég get. Blóðþrýstingur er því venjulega þessa dagana 67 á móti 122, eða alveg eins og hjá reyklausri unglingsstelpu!. Húmorinn minn er að ná sér á strik sem sannaðist í fyrradag. Fór í stólaleikfimi hér á stofnuninni og var langyngst. Allrahanda æfingar með höndum og handleggjum þar sem ég var ekki að sýna tilþrif þrátt fyrir góðan vilja. Ok hugsaði ég, það kemur, bara 3 sólarhringar frá aðgerð. Síðan voru fótaæfingar og þá skeit nú í það! Ég svosem gat allt sem ég átti að gera, en frú tónlistarkennarinn var alltaf skrefi á eftir og var það verulega fyndið. Ég vissi alveg hvernig átti að fara að þessu, en hljóð og mynd fór ekki saman. Allavega lyftist sálin töluvert, og hún hélt takti. -------Nú eru 4 dagar þar til stóridómur fellur á einhvern veg. Mig langar svo að koma vel út úr þessu að mig verkjar. Mig langar svo að allir komi vel út úr öllu svona, en það er barnaleg einföld ósk því skyldi ég sleppa en ekki hinir? Þið skiljið samt hvað ég er fara. Að fara? jú, ég ætla til Kanada í söngferð og líka í lítið blátt hús. Allar góðar vættir gefi mér styrk til efna þetta allt. Þið úti vitið hreint ekki hversu mikinn styrk þið hafið gefið mér, og munið gera áfram. Á þessum nótum ætla ég að reyna að sættast við hjásofelsin mín, drenið og draugaverkina. Ef ég næ 4 tíma svefni dansa ég eins og ein góð orðaði það svo skemmtilega. Það er kátínuhopp þar til næst.

11 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Góðir hlutir gerast hægt og þú ert á hjóli,manstu? Ég elska þig:)

Lífið í Árborg sagði...

Það er gott að heyra hvernig þú tekur þessi, við getum margt lært af dýrum merkurinnar. Það munar öllu að finna gleði í hverju hverju spori hversu lítið sem það er. Þú verður áfram í bænum mínum. Kær kveðja frá kotinu.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér áfram vel frú tónlistarkennari! Kveðja, Magnea

Nafnlaus sagði...

Látum bjartsýnina ríkja áfram,hlýjar kveðjur Ásta

Hugrún Harpa sagði...

Gangi þér vel Lauga. Húmor og gleði í hjarta hefur komið mörgum langt og þú hefur hvort tveggja greinilega.
Kveðja Hugrún Harpa

Elísabet sagði...

Kátínuhoppi get ég alltaf mælt með. Áfram Guðlaug!

Nafnlaus sagði...

Gangi þér sem allra best og ég vona innilega að fréttirnar sem þú bíður eftir verði jákvæðar því Pollýönnur eins og þú eiga skilið að fá jákvæðar fréttir;-)
kv. Helga

Svava sagði...

Hæ hæ sendi þér póst á email.... kv. frá dk.

Nafnlaus sagði...

Kanada og lítið blátt hús, engin spurning Gulla mín,góða ferð :))

Kv Bugga

Ragnas sagði...

Alltaf svo jákvæð og dugleg - Guð hlýtur að verðlauna þig fyrir það.
Kær kveðja til þín Guðlaug mín. Ég gleymi þér ekki í bænum mínum.

Nafnlaus sagði...

Vona að þetta fari allt vel. Biðjum allar góðar vættir að vera með þér og þínum duglega Lauga.Kveðja frá okkur Reynir og Katrínu á Hlíðarbergi