sunnudagur, 20. mars 2011

Ferðalag

Kæru góðu vinir þarna úti, ég þakka innilega fyrir hlýhug og góðar óskir. Í fyrramálið legg ég af stað í þetta ferðalag og vona að mér takist að ulla framan í allt sem er ljótt og ógeðslegt. Ég veit ekki hvenær ég skrifa aftur, en þar til sendi ég ykkur kveðju Guðs og mína.

8 ummæli:

Ragnas sagði...

Hugur minn er hjá þér Guðlaug mín. Gangi þér vel og vertu sigurviss, það er ég fyrir þína hönd.
Þú stendur ekki ein og ég er viss um að bænir okkar vina þinna hjálpa þér til sigurs í þessari glímu.
Kær kveðja til þín og bestimann.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Gulla mín. Ég sendi þér helling af fallegum hugsunum og vona að það hjálpi þér.
kv. Helga

Frú Sigurbjörg sagði...

Hugsa til þín ullandi og veit þú hefur betur!

Elísabet sagði...

Bata- og baráttukveðjur!

Nafnlaus sagði...

Stórt stórt knús til ykkar. Ástarkveðjur Magga

Inga sagði...

Gangi þér vel Gulla okkar stórt knús á ykkur Bróa. Bata og
baráttukveðjur.
Bjössi og Inga

Nafnlaus sagði...

Kær Gulla og fjölskylda...Bestu batakveðjur og knús á ykkur öll...Ragga og Gauti..

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Gulla mín
Kveðja Ragnar