mánudagur, 23. maí 2011

aska,eldfjall, dýr og snjór

Þetta er náttúrulega ekki bjóðandi mönnum og skepnum. Mikið ofboðslega finn ég mikið til með bændum vestur frá. Við bestimann vorum að músísera á laugardaginn fyrir útskriftanema frá FAS, en drifum okkur svo. Langaði á tónleika hjá KR-ingum í gær og því voum við snillarnir svona ljónheppin að keyra syngjandi sæl vestur í Víkur. Karlakórarnir hans Friðriks sviku ekki eyrun frekar en venjulega, drengirnir sumir stóðu ekki út úr hnefa en sungu eins og litlir strákar geta best sungi', og gömlu kempurnar hafa engu gleymt. Takk fyrir okkur. Nú er bara Harpa eftir. Gott að eiga eitthvað eftir. ---Fór í lyfjagjöf nr. 2 í morgun og var doksi bara vel ánægður með frúna og sagði að blóðgildin mín væru óvenjulega góð, en ég veit svosem ekkert hvað það þýðir eiginlega. Vonandi veit það á gott. Á morgun fer ég í slökun og hvað ég hlakka til að hitta þessa yndislegu konu. Eftir það förum við að huga að heimferð.....sennilega norðurfyrir ef það 'sé' sem virist vera orðið fast í of mörgum sem eiga að tala gott mál! Þoli það illa, en heyrði aftur á móti skemmtileg orð á dögunum. Það fylgdi þeim skýring, en gaman þætti mér vita hvort þið þarna úti hafi heyrt þau notuð. Í næstu skrifum kem ég með skýringarnar. Lifið heil þar til næst og hugsum til allra sem standa í ósköpunum vegna Grímsvatna. Orðin eru...Lomma, slomma, gluggabrauð, glenna og kviðsletta. Kíkið helst ekki í orðabók, ef ske þetta skyldi standa þar svart á hvítu. Góða skemmtun.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enn og aftur þú ert ótrúleg :) Já við krossum fingur fyrir allt þetta blessað fólk sem er í öskunni, vonandi líður þér líka sem allra allra best, hlakka til að sjá þig fínust, Magga

Stella sagði...

ég kann engin skil á þessum upptöldu orðum - en mikið ofsalega er erfitt að horfa á myndböndin er sýna ástandið hjá mönnum og skepnum á svæðinu, sem ég þó gleymi að hluta er ég dáist að stórkostlegu myndunum beint frá skýstróknum - þetta svo skelfilegt!

vona að þér líði sem best og að þið komist heim aftur sem fyrst, bestu kveðjur

Nafnlaus sagði...

Mér varð einmitt hugsað til þín á laugardaginn, þegar fréttirnar bárust um að gos væri hafið. Það var gott að þið gátuð slegið saman gamni og alvöru og fínt hjá þér að fara í slökun á eftir. Ef læknirinn þinn er ánægður þá erum við hin ánægð.
Ég þekki ekki þessi orð en mikið er ég sammála þér að þola ekki misnotkunina á orðinu sé. Vonandi gengur heimferðin vel þó lengra þurfi að far.
Bestu kveðjur. Kotbúar.

Ragna.betra.is sagði...

Svo sannarlega gódar fréttir.
Kaer kvedja frá Spáni.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég veit ekki hvað orðin þýða.

Ragna sagði...

Er alltaf að hugsa til þín.
Sendi kæra kveðju með góðum óskum til ykkar bestimann með

Nafnlaus sagði...

er kviðsletta svunta, mig minnir að Halla á Miðskeri segði það. Batakveðju til þín frá Hlíðarbergi.