sunnudagur, 8. maí 2011

Í faðmi blárra fjalla.



Ég heilsa ykkur öllum með bros á vör. Síðan síðast (fyrir utan fyrstu nóttina eftir inngjöf) hefur allt gengið vel og vona ég að nú hafi ég gefið tóninn um það sem koma skal.-- Er að læra á líðanina og læra að sættast við hlutskipti mitt næstu mánuði. -- Vorið komið, allt er að lifna til lífsins og ég ætla að taka þátt í þeirri lífsbaráttu. Á skutluferð minni um hornfirska "búlluvardinn" er yndislegt að sjá fjöruna og fjörðinn fullan af lífi. Ótal eyjar kúra í firðinum fullar af fugli. Umlykjandi þessa fegurð eru svo jöklarnir þannig að manni vefst oft tunga um tönn gagnvart fegurð náttúrunnar hér eystra. --- Að vaða úr einu í annað hefur aldrei verið bannað, en mikið lifandis ósköp gerði ég góð skutlukaup hér um árið, því Frelsi ég finn!---- Nú, svo ég svo yfir mig glöð að litla fjölskyldan mín skuli nú loksins ná saman í stóra landinu. Það voru björt bros á skybinu í dag. Til stóð að við bestimann færum til þeirra frá Kanada 19. júní, en það bíður betri tíma, en spilandi ætla ég til Kanada. Þar til næst sendi ég ljúfastar yfir úr 8 vikna reyklausu koti.

11 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þessar myndir af þér eru frábærar,svo glaðar,eins og þú. Ég sit hér í hundlélegu netsambandi inná herstöð og vonandi fer þetta í gegn. Ég elska þig og þú ert dugleg. Fékk póstinn frá þér og læt þessi litlu skilaboð duga í bili. Ég les póstinn fyrir Bert í kvöld. Takk fyrir skype spjall í morgun,kysstu pabba frá okkur öllum og farið vel með ykkur. Kossar og knús,Svanfríður.

Magnea sagði...

Gott að kunna að meta fegurðina :o) Gangi þér alltaf vel! Kveðja úr Þrándarholti

Nafnlaus sagði...

Gott að sjá þig svona geislandi!Gangi þér vel.Vorkveðja Ásta

Elísabet sagði...

Frábært að sjá þig á skutlunni, þú ert dugnaðarforkur:)

Frú Sigurbjörg sagði...

Þú ert flottasta skutlan, á skutlunni! Frábærar myndir!

www.123.is/stellasolis sagði...

Sammála Sigurbjörgu, þú ert langflottasta skultan á skutlu sem ég hef séð - útgeislunin yndisleg, bestu kveðjur.

ragna.betra.is sagði...

Hjartans kvedja Gudlaug min. Gott ad heyra ad allt gengur vonum framar.

Álfheiður sagði...

Æðislegar myndir af þér!

Lífið í Árborg sagði...

Takk fyrir þessar frábæru myndir, það er auðséð að þú nýtur þess í botn að skutlast um breiðstræti bæjarins. Gott að heyra hvað allt gengur vel bæði hjá þér og litlu fjölskyldunni.
Bestu kveðjur frá kattakoti.

Nafnlaus sagði...

Þú tekur þig vel út á skutlunni þinni Gulla mín. Gangi þér vel í baráttunni!
kv. Helga

Íris sagði...

Þú ert dugnaðarforkur Guðlaug og mér finnst frábært hvað þú ert jákvæð. Haltu svona áfram og þá verður þetta allt svo mikið auðveldara.