sunnudagur, 11. september 2011
jæjajæja
Mikið verður gaman fyrir mig, að ég tali nú ekki um þá sem kíkja hér inn að geta farið að skrifa eitthvað skemmtilegt. Er ennþá á sjúkradeildinni en er ekki eins einangruð og áður. Vonandi fæ ég heimfararleyfi á morgun því allt er á uppleið. Búin að fá tvær einingar af blóði, úr Jóni og Sigursteini! Ég er viss um að Jón er þægilegur náungi en hinn er örugglega stór og gráhærður þrjóskupungur en með gott blóð.Að vísu hafa neglurnar á stórutánum sagt sig til sveitar í bili, en ég býð þeim glöð lögheimili sitt aftur í fyllingu tímans hjá mér. Hér hafa allir verið yndislegir, og get ég seint þakkað þessu góða fólki hjálpina, og gert mér kleift að dvelja í heimabyggð. Hér er fagfólk í hverju rúmi. Haha, ástkæra ylhýra og allt það. Fagfólkið er sem sagt ekki rúmliggjandi. Í gær var hittingur hjá karlakórnum og var yfirmáta fúlt að geta ekki tekið þátt í gleðinni sem var mikil, og bestimann þurfti að skreppa af bæ svo hann komst hvergi heldur. Sveinar kátir og Þú álfu vorrar hljómar svo svakalega vel úti í guðsgrænni náttúrunni. Á fimmtudaginn fer ég í næstsíðust lyfjagjöfina og bið svo innilega um gott veður. Þá er bara ein eftir og ef allt gengur eins og það á að ganga er það Ameríka. Við bestimann verðum nefnilega fara að sjá fæturna á tengdasyninum, annað gengur ekki. Natti minn fann það út að í gegnum skybið sjáum við bara andlitið á Bert. Ekki lappirnar! ---Nú sendi ég rólegheita kveðju úr firðinum fagra sem umlykur allt svo vel. þar til næst, Gulla tásla
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Mikið get ég samgleðst þér að þú fáir að fara heim á morgun.Ég ætla að hringja í þig um leið og ég kem heim úr vinnu.Duglega þú! já,ég reyndi að hringja tvisvar á skypinu í dag en þú svaraðir ekki.SVo fórum við á bíó þannig að ég gat ekki hringt aftur. Elska þig.Góða nótt.Þín Svanfríður.
Það er ekki spurning að þú verður að komast út til að sjá fæturna á Bert, er viss um að þeir eru sjón að sjá! Baráttukveðja frá Reykjavíkinni.
Sæl fínust mín, vonandi færðu að fara heim í dag, en líka frábært að fá þessa góðu þjónustu hér heima. Stórt knús og klemm á þig Magga
Ég sendi hjartans kveðju í fjörðinn þinn fagra þar sem bjartsýnin lifir og dugnaðurinn er óþrjótandi.
Baráttukveðjur,Bert fer örugglega í fótsnyrtingu áður en þú kemur,kanski færir þú honum röndótta sokka ?Bestu kv.úr Lögbergsgötunni Ásta
Guðlaug mín vonandi fer þessu að ljúka.Gangi þér vel á fimmdudaginn.Kveðja frá Neskaupstað.
Frétti að þú værir komin heim. Velkomin þangað :) Gott að geta fengið svona þjónustu í heimabyggð við skulum vona að niðurskurðarhnífurinn komist hvergi nálægt HSSA. Ég krossa fingur og tær fyrir því að þú komist sem fyrst til að hafa eftirlit með fótum tengdasonarins.
Gott að heyra að það versta er yfirstaðið og svo færðu að sjálfsögðu gott veður á það sem eftir er. Það verður spurning hvort verður með flottari fætur þú eða tengdasonurinn, loksins þegar þið hittist. Batakveðjur.
Skrifa ummæli