miðvikudagur, 2. nóvember 2011

Limmið!

Nú er frúin sprungin á limminu, en ég veit ekki hvað eða hvar limmið er. Veit bara að núna líður mér eins og ég hafi lent undir valtara. Ég er semsagt búin að gera skyldu mína við frk. kröbbu og var útskrifuð með láði í dag. Vonandi verð ég aldrei aftur vör við þá frauku, því hún er ekki geðslegur förunautur. Ég er þakklát.....þakklát fyrir að hafa greinst í tæka tíð, og er þakklát fyrir óendanlega gott heilbrigðisteymi. Ég er þakklát fyrir yndislega fjölskyldu og vini, og er þakklát fyrir lífið. Þegar allt virtist óyfirstíganlegt og erfitt fékk ég "búst" frá vinum og fjölskyldu, búst, sem hjálpaði mér í gegnum næsta skref. Reynslunni ríkari og 9 tánöglum fátækari held ég áfram í átt að fullri heilsu, og vonandi með sömu hjálp og hingað til. Núna finnst mér að ég þurfi ekki að passa mig á að ganga ekki á grasinu eða biðjast afsökunar á að hnerra, er frjáls....... Það er góð tilfinning. Svo er ég búin að kaupa mér TVO jólasveina af tilefninu......og ég á von á einum frá Hollandi! Ég kannski kaupi mér einn enn, sá einn lítinn og feitan, hvur veit...á ég hann ekki skilið þar til næst?

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIL LUKKU GULLA MÍN
Kv. Guðný Sv.

Nafnlaus sagði...

innilega til lukku með þennan áfanga Gulla mína og þú átt svo sannarlega skilið að verðlauna þig fyrir að vera búin með þetta vekefni sem enginn vill taka að sér en alltof margir neyddir til að taka að sér, en nú er bara númer eitt tvö og þrjú að taka sér tíma í að hvíla sig, safna orku á milli og gefa sér tíma til að jafna sig :-) bestu kveðjur Kristrún

Elísabet sagði...

Til hamingju, frábært að þetta skuli vera búið!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með að vera búin að klára þennan áfanga. Nú er næsta verkefni að safna kröftum á ný eftir allt það sem á undan er gengið. Gangi þér sem allra best.
Kveðja héðan af ,,efri" Hólabraut - Alla Fanney.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með að hafa lokið þessu verkefni - og það með stæl að sjálfsögðu :) Og þú átt heilan her af jólasveinum skilið, tja allavega einn og átta. Bestu kveðjur úr borginni, Lovísa Þóra.

Ragna sagði...

Innilega til hamingju með úrslitin Guðlaug mín. Ég samgleðst þér og þakka þér fyrir að hafa leyft okkur að fylgjast með sögunni þinni. Það sannast enn og aftur á þér hvað bjartsýni og baráttuvilji hefur mikið að segja. Mér finnst ekkert skrýtið að það hafi orðið spennufall hjá þér núna þegar þetta er afgreitt. Þú færð örugglega orkuna aftur þegar þú kemur heim í fjörðinn þinn fagra með nýju jólasveinana þína,hittir kórinn þinn og lætur hann syngja fyrir þig. Kær kveðja til ykkar bestimann.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér finnst eins og ég geti andað núna. Þá get ég rétt ímyndað mér hvernig þér líður. ÞETTA ER BÚIÐ!!!!!og þú stendur sem sigurvegari:)

Íris sagði...

Innilega til hamingju með þennan áfanga. Ekkert skrítið að þér líði eins og þú hafir orðið undir valtara, en nú máttu sko loksins pústa smá. Átt sko skilið alla þá jólasveina sem þér langar í.
Kærar kveðjur frá Sotru

Frú Sigurbjörg sagði...

Held þú eigir skilið eins marga jólasveina og þig langar fyrir þessi jólin; kannski einn fyrir hverja tánögl...?
Koss og knús.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með þetta,þú hefur staðið þig eins og sú hetja sem þú ert,og átt allt gott skilið ekki síst jólasveina,aldrei of mikið af þeim,heiðursköllum.bestu kveðjur Ásta.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan flotta áfanga. Nú sendi ég þér bara stórt ,,tutu" í gegnum netið og vona að þér gangi allt í haginn!
Þú ert hetja!
kv. Helga

Nafnlaus sagði...

Til lukku - Bestu kvedjur a Holabrautina*

Gudrun Sigfinns

Lífið í Árborg sagði...

Þetta finnst mér vera gríðarlega góðar fréttir, til hamingju með þær.
Það verður notalegt fyrir þig að koma heim og fara að slaka á. Ég vonast til að sá ykkur bestimann hér á Fossveginum á morgun, eða þegar þið leggið af stað heim. Bestu kveðjur frá Fossbúum.

Ragna sagði...

Vonandi góðar fréttir af þér núna. Ég bíð eftir að límmiðinn detti af og komi nýjar fréttir :) ég sendi góðar kveðjur í fjörðinn fagra.