sunnudagur, 1. janúar 2012

Ég heyri baul!?
Gleðilegt nýtt ár sendi ég ykkur öllum með blítt hjarta, og takk fyrir allar góðu kveðjurnar og stuðninginn á árinu. Ég get ég sagt ykkur að ég met það mikils. Ég ætla ekki hér að líta yfir farinn veg, er nokk búin að því, en ætla samt að trúa ykkur fyrir því að ég sakna þess ekki. --- Í öllu mínu aðventu og jólatáraflóði þornaði ég upp í kvöld, aldrei þessu vant! Þegar stafirnir í sjónvarpinu hverfa og birtast leggst ég alltaf í mikinn grát ofaná allan annan grát í Desember.
Ekki núna...ég ætla ekki að gráta 2011, en ég ætla að bjóða 2012 velkomið í minn bæ. Líka í lítið blátt hús og á alla aðra bæi. --Núna er Nýársnótt og ég held að kýrnar bauli... , og þær baula fallega. Því ætla ég að trúa. ---Á þessari nótt fer ég alltaf ef hægt er á næstu bæi... en núna er bara ekki fært eins og sjá má á myndunum. Nágrannarnir gerðu ALLT til að ég kæmist á milli húsa, en sandur og salt virka ekki alltaf, og ég þorði ekki. Nágrannarnir í þvældu götunni í Ástralíu hafa ekki roð í mína granna. Núna er allt orðið hljótt og ég veit að björgunarsveitirnar hér hafa fengið gott í skóinn í kvöld. Sem betur fer. ---Ég umvef ykkur öll með þeirri hlýju og væntumþykju sem ég á og bið ykkur vel að lifa þar til næst.

10 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég bara elska ykkur!

Lífið í Árborg sagði...

Gleðilegt ár kæru hjón. Eins og árið 2011 var erfitt fyrir ykkur, verður árið 2012 svo miklu betra, bæði fyrir ykkur og fjölskylduna í bláa húsinu. Kærleikskveðjur frá okkur á Fossveginum.

Frú Sigurbjörg sagði...

Hlýjar kveðjur með ósk um gleði og gæfu á nýju ári, kæru vinir.

Ragna sagði...

Það er gott að nú hefur gamla árið verið kvatt og því pakkað niður. Núna þegar nýja árið hefur gengið í garð þá óska ég ykkur hamingju gleði og góðrar heilsu á þessu nýja ári, sem ég trúi að verði gott ár.
Hjartans kveðja ykkar.

Nafnlaus sagði...

Kaeru hjon,

Gledilegt Nytt Ar !

Kv. Gudrun Sigfinns

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár til ykkar hjónakorna með von um að þið eigið frábært ár í vændum. Segjum bless og vöknum hress ;)

Íris sagði...

Sýnist hún vera frekar rosaleg hálkan í firðinum fagra núna. Leiðinlegt þegar færðin er þannig að menn treysta sér ekki út úr húsi. Gleðilegt ár til ykkar kæru hjón, megi nýja árið færa ykkur gleði,gæfu og góða heilsu

Egga-la sagði...

Gleðilegt ár til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ar og takk fyrir að leyfa mer að fylgjast með ykkur a þvi herrans ari 2011. Eg treysti þvi að arið 2012 fari um ykkur mjukum höndum og hlakka til að lesa pistlana þina.
Bestu kveðjur til allra ,,heima"
kv. Helga

baun sagði...

Gleðilegt ár í bæinn!