föstudagur, 16. mars 2012
Eitt ár...
Eitt ár er ekki langur tími í stóru myndinni, en fyrir suma líður það seint, aðrir lifa það ekki af og enn aðrir baslast áfram. Ég tilheyri því síðasta, en fannst á tímabili hinir möguleikarnir ættu við mig líka. Akkúrat núna er eitt ár síðan lífi okkar bestimanns var snúið á hvolf í orðsins fyllstu merkingu. Bæði "hérmegin Atlandsála og hinumegin". Þegar verst lét var ég alveg skíthrædd en þá taldi bestimann að okkur væri nú algjörlega óhætt. Við það sat og ég kemst ekki upp með neitt múður. --- Þegar ég lít yfir árið verð er ég hissa hve "auðveldlega" það leið. Allavega er það liðið og ég stend/sit hér nokkuð keik og funkera þokkalega. Það er allavega búið að skemmta sér dulítið yfir að nokkurnveginn stóð ég alltaf kl. X og eldaði kvöldmat. Það fannst mér alveg nauðsynlegt, annars væri allt tapað! -- Eftir 2 vikur fer ég í fyrstu skoðun eftir meðferð og burra ég stundum með vörunum.... þið vitið.... setjið vísifingur á milli blautra var og segið prummmmmph! Ég kann ekkert annað ráð til að ná hugarró og vissu um að ég sé mikið heil heilsu. Mér er sagt að ég líti svoooo vel út, ég sé með svoooo flott hár og litaraftið sé engu líkt. Þessu ætla ég að trúa, og trúi í raun. Ég vil bara að skoðunin sé búin og Einar segi allt það sem ég var að skrifa. Mér er nefnilega ekki lagið að vera þolinmóð nema þegar mér sjálfri hentar! -- Ps. eins og í bréfaskrifunum í þá gömlu góðu er ég farin að hlakka verulega til að fljúga vestur í lítið blátt hús, og Tjaldurinn er kominn í fjöruna fyrir neðan Tónskólann. Jibbí þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Þú hefur staðið þig þetta ár eins og sú hetja sem þú ert Guðlaug mín. Nú er hins vegar kominn tími til að þú fáir góðar fréttir,byr undir báða vængi og skellir þér með bestimann yfir láð og lög, alla leið í litla bláa húsið. Það er mín einlæga ósk til þín - með kærri kveðju.
Takk elsku Ragna.
Tíminn líður hratt þegar maður lítur til baka, þó manni finnist stundum að klukkan sé stopp. Ég hlakka til að sjá ykkur Besti mann eftir tvær vikur. Það er gott að heyra að allir erfiðleikarnir eru að baki og meðferðin hefur gefið góðan árangur. Kær kveðja úr stóra bláa húsinu.
eitt ár er ekki langur tími af heildinni, en ár með svona pakka að baki er langt, en einu skal ég lofa þér að þegar maður er búin að fara í tékkið hjá lækninum og fá að vita að allt sé í lagi (það er aldrei annað í boði) að þá óneitanlega er það samt mikill léttir og maður verður eitthva svo meir inní sér.....oska þér góðs gengis í skoðuninni :-) með kv. úr græna húsinu Kristrún
'Eg veit þú færð góðar fréttir frá doksa. Það fær enginn svona flottar krullur, nema allt sé í lagi :)
Bestu kveðjur frá Sísí á Sjónarhól
Þetta er nú búið að vera meira árið, og þú hefur staðið það af þér með stakri prýði. Krossa putta og vona að þú fáir flotta skoðun. Njóttu svo ferðar yfir hafið í lítið blátt hús.
Hjartans kveðjur elsku Guðlaug.
Sendi góða strauma og purra með vörunum:)
Ár! Hugsaðu þér bara, þetta leið og þú stóðst uppi sem sigurvegari!!! Ég elska þig héðan og til baka og er endalaust stolt af þér og pabba:)
Ár! Hugsaðu þér bara, þetta leið og þú stóðst uppi sem sigurvegari!!! Ég elska þig héðan og til baka og er endalaust stolt af þér og pabba:)
Skrifa ummæli