föstudagur, 29. júní 2012
Fréttir að vestan!
Nú er gaman að lifa, hér erum við bestimann í góðu yfirlæti hjá okkar fólki. Vikan hefur liðið eins og hendi væri veifað. Það lá nærri að við kæmumst ekki hingað því það fyrirfórst að sækja um ferðaleyfi til USA. Nýjar reglur sem fóru algjörlega fram hjá okkur. Starfsfólk Delta á Íslandi brást við og allt gekk þetta að lokum. En það get ég sagt með sann að það fór um Gvend og meyna. Nokkurra tíma seinkun í NY vegna brjálaðs veður, og sátum við í 3 tíma í vélinni og hristumst á jörðu niðri. Þegar við fórum svo loksins í loftið vorum við 6. flugvél í röðinni, en fyrir aftan okkur voru allavega 11 vélar að bíða eftir flugtaki. Það er því eins gott að dvelja um stund í faðmi fjölskyldunnar. Snúðarnir mínir yndislegir og vel gerðir náungar sem gaman er að umgangast. Eyjólfur les á morgnana fyrir afa sinn og eru það góðar stundir fyrir báða. Við erum búin að fara á safn "route 66" og sjá minningarmark og kapellu í minningu Roy Rogers. Í dag var það svo "draugabær". Þegar gullnámurnar kláruðust fór fólk og eftir varð draugabær, sem er orðinn að vinsælum ferðamannastað. Það var eins og að taka þátt í gamalli káboy mynd úr villta vestrinu að koma þarna. Kæru vinir, lífið er sól og blíða þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
kveðjur frá mér og mínum
Guðný Sv.
Gaman að fá fréttir af ykkur. Úff hvað ferðin vestur hefur verið erfið, en allt er gott sem endar vel - Ég hef verið að kíkja á Facebook hjá Svanfríði og séð þar myndir sem undirstrika hvað allir eru hressir og glaðir.
Kærust kveðja til ykkar allra
Elsku Gulla og Brói
Njótið þess innilega að vera í faðmi fjölskyldunnar - bestu kveðjur til allra
Gunna
Skrifa ummæli