laugardagur, 21. júlí 2012

Ferðalangar

n
  Nú er mikið ferðalag að baki......í bili. 3ja daga ferð og bara nokkuð strembin, en hverrar mínútu virði. Við bestimann erum skemmtilegustu ferðafélagar ever! Ok, nokkuð stórt tekið upp í sig. Það voru margir sérkennilegir karakterar með Greyhound, og kannski höfum við hjónakornin verið skondin í þeirra augum. Leiðin til San Diego er yndisleg, landslagið fjöllótt og gróið. Borgin sjálf er mjög falleg, og það var gaman að sjá hana frá sjó. Það er ekki nema örfá háhýsi, ekkert yfirþyrmandi. Við gistum á hóteli í gaslampahverfinu, ofsalega fallegt svæði. USS Midway , kafbátar og sigling var á dagskránni....dagskráin var doldið stíf hjá gömlu brýnunum.......en eitt skal sagt.....við erum að njóta hverrar mínútu. Söknuðum snúðanna okkar, og er ég farin að undirbúa mig andlega að kveðja í þetta skipti. Natti minn sofnaði í fanginu á mér yfir úlfamyndinni, en æðsti snúður hélt fyrir augu og eyru af því að það var kvöld! Það er nefnilega verra að horfa á svona úlfa á kvöldin. Las síðan sögu fyrir þann sem hélt sér vakandi, og ætla að leggjast uppí og láta mig dreyma súkkulaði eins og Natta dreymir á hverri nóttu en þar til næst hlakka ég til daganna sem eftir eru.

3 ummæli:

Lífið í Árborg sagði...

Skemmtileg frásögn hjá þér Gulla, það er um að gera að njóta lífsins í botn. Eigið áfram góða daga að snúðunum ykkar, stórum og smáum.

Frú Sigurbjörg sagði...

Að dreyma um súkkulaði hlýtur að vera ánægjulegt, hljómar eins og partur af njótalífsinsíbotn-prógraminu.

Íris sagði...

Gaman að lesa um ævintýri ykkar í henni Ameríku. Trúi því að kveðjustundin hafi tekið á. Yndislegt að sjá myndir af ykkur með guttunum ykkar. Kærar kveðjur frá Algrøy.