fimmtudagur, 23. ágúst 2012

Góður dagur.

Já, þetta er bara gaman.   Fórum í þrælskemmtilega dagsferð til Vestmannaeyja og lulluðum þetta heim í dag frá Vík hvar við gistum. Stoppuðum í berjalandi á leiðinni, sólin skein og skúmurinn  lét sér líða vel. Svo gerðum við. Efri myndin sýnir hina dásamlegu norsku kerlingarglás, (sérstaklega fyrir frú Sigurbjörgu, þú bara hringir) en sú neðri sýnir daginn í dag....eða daginn fyrir 37 árum. Þá giftum við bestimann okkur, og fengum við þessa yndislegu mynd í brúðargjöf sem hefur æ síðan hangið yfir eldhúsborðinu, enda aldrei orðið svöng að ráði!  Í dag 23. ágúst er líka nákvæmlega eitt ár síðan ég fór í síðustu lyfjameðferð, og þar með segi ég bless við óhroðann.  Heimferðin í dag var því heldur ljúfari og ekki eins  steraskræk og þá. Takk fyrir það þar til næst.

6 ummæli:

Ragna sagði...

Innilega til hamingju Gulla mín og Brói. Ég hef mikið hugsað til þín undanfarið svo það var gott að fá línu á bloggið. Skemmtilegt hjá ykkur að skreppa til Vestmannaeyja. Við fórum einmitt í svona dagsferð í fyrra.
Hjartans kveðja til ykkar frábæru hjón.

P.S. Hitti Kr.Skúla í dag og fer líklega i lokahnykkinn í byrjun október.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Yndislegt!Kn'us til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn Gulla mín og Brói.
Kveðja frá okkur Lúlla

Nafnlaus sagði...

Til hamingju kæru hjón !

Guðrún Sigfinns

Frú Sigurbjörg sagði...

Jahso þetta er kerlingaglás! Takk fyrir myndina, þetta langar mig að bragða einn daginn.

Íris sagði...

Sýnist Norska kerlingarglásin vera tilbrigði við það sem kallað er Fårikål hér og er vinsæll haustmatur. Gaman væri nú ef þú birtir uppskrift af glásinni. Væri gaman að borða Norska kerlingarglás með uppruna á Íslandi ;)