miðvikudagur, 15. ágúst 2012

komin aftur


Heil og sæl öllsömul. Ég vona að allir séu mjöööög glaðir að sjá mig þeysast fram á ritvöllinn aftur. Efri myndin sýnr hvar við bestimann héldum að við værum á beinu brautinni frá LA til NY á heimleið frá Svanfríði minni. Úpps, komin framhjá....við lentum í hér um bil öllum hremmingum sem hægt var að komast í án þess að skaði yrði af. Ég fór oft með faðirvorið......sessunautur minn frá Perú gerði slíkt hið sama, en bestimann hélt utanum það sem hægt var. Mikið þó djöfu...... veðurfar þarna á austur ströndinni. Fimm tíma flugið varð að 10 tímum og þegar við svo að lokum stigum upp í the yellow cab í stóra eplinu hélt ég endanlega að ég yrði hreinlega drepin. Jamm það er gott að vera komin heim.  Dvöl okkar vestra var engu lík, og mér líður miklu betur í hjartanu eftir að hafa séð og snert. Við eigum yndislegt fólk og ég þarf ekki að tíunda það hér  frekar að snúðarnir mínir eru fallegastir og bestastir í vesturheimi og þótt alls staðar annarsstaðar væri leitað. Sagt og skrifað. ---Eftir töluvert ark og þónokkra yfirferð í NY var gott að koma heim í svalann, en nokkuð lerkaður. Síðan þá hefur lífið verið gott, og ef þið undrist á neðri myndinni þá er ég að ljúka við að háþrýstiþvo og missti slönguna öfugt...Ég ég líka búin að mála girðinguna umhverfis kirkjugarðinn í Lóni, búa til norska kerlingarglás og  6 kíló af kæfu. Svo skrapp ég suður í myndatöku og bið svo sannarlega um blíðaveður. Af öllu montinu hér að ofan er varla hægt annað að segja en að það sé fjandakornið ekkert að mér...---- Allavega kom ég heil heim úr mikilli ævintýraferð hvar sem ég naut mín í botn með mínu fólki, sá margt og fór nokkuð víða. Söng með snúðunum, bar á þá sólarvörn og eldaði besta kjúkling sem Natti hefur fengið á allri sinni 5 ára ævi! Hann sagði líka nákvæmlega: Amma, þú hefur nice hár. Með það á vörunum (puttunum) ætla ég að biðja ykkur vel að lifa þar til næst.

7 ummæli:

Ragna sagði...

Gott að pósturinn er kominn sem ég hef verið að bíða eftir að sjá. Mikið er dásamlegt að heyra að þú skulir hafa svona góða orku til allra hluta. það verður fínt að eiga hana geymda á góðum stað.

Fékkstu E-mail frá mér í dag ? Það gerðist eitthvað skrýtið ég var byrjuð að skrifa þér fyrir örfáum dögum og vistaði sem drög. Dró þau fram í dag og var að bæta við kveðju og einhverju smá til þess að geta sent. Var ekki alveg búin að klára það þegar allt datt út og þrátt fyrir mikla leið finnst þetta ekki og finnst ekki heldur sem sent.Bara alveg gufað upp.
Ég var að spá í hvort þú kemur að hitta Kristján Skúla í næstu viku þegar hann kemur ur fríinu - Eg hiti hann á fimmudaginn næsta. Ég heyri kannsi ði þér við tækifæri.
Kveðja og knus til ykkar bróa

Nafnlaus sagði...

Biðjum að heilsa í kotið :)

Kveðja Inda

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já hún mamma hefur orku-á því leikur enginn vafi:) Gott að heyra frá þér mamma mín. Kysstu pabba og það var líka gott að fá ykkur!

Frú Sigurbjörg sagði...

Hvað er norsk kerlingaglás??? Ég er mjööög glöð að sjá þig þeysast fram á ritvöllin með þetta líka fína hár :-)

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra í þér aftur.Þetta hefur verið gott ferðalag.Kveðja í kotið frá Neskaupstað.

Lífið í Árborg sagði...

Gott að heyra frá þér aftur, en mikið óskaplega er allt stórt og mikið og ferðalögin löng í henni Ameríku. En best af öllu er að þið nutuð daganna með ykkar fólki þarna. Ég er sammála Natta, þú hefur fallegt hár. Bestu kveðjur til ykkar beggja.
Þórunn

Íris sagði...

Gott að þið komust heim heilu á höldnu. Íslendinginn í Noregi liggur forvitni á að vita hvað norsk kerlingaglás er :)