föstudagur, 12. október 2012

Er sandur sandur?

Sandur og sandur er kannski það sama góðir hálsar, en svartur sandur og svartur sandur er ekki það sama. Mikil "pæing" á bak við þetta, og svo sannarlega er enginn sandur eins á litinn. Sumir safna skóm, aðrir teskeiðum sumir lyklakippum, en ég safna sandi. Mér er ekki nokk sama hvernig hann kemst í mínar hendur....við bestimann verðum sjálf að ná í hann og meðhöndla. Margir halda að ég sé með allskonar krydd í fínum krukkum, dettur ekki í hug í fyrstu að þetta gæti verið eitthvað annað. ( Ekki þó neitt ólöglegt svona á þessum síðustu og verstu!) Ok, eldhúsgluggarnir fullir af sandkrukkum og engar hillur að fá sem pössuðu, á allrahanda máta. Allt verður þetta altso að fitta inn í systemið. ( afsakið sletturnar hjá prófarkalesaranum!) ---En.... nú kemur karmað til sögunnar, gaman að þessu. Þegar ég var í geislameðferðinni þurfti ég oft að fara til sjúkraþjálfara. Við hliðina á þjálfu var fótsnyrtistofa sem ég þurfti bráðnauðsynlega á að halda. Þegar ég gekk í téða snyrtistofu blöstu við mér hillur....hillurnar sem ég þurfti svo sannarlega á að halda! Haldið þið ekki að eigandinn hafi staðið í breytingum á stofunni og vildi/gat ekki notað þessar yndislegu hillur. Nú fór um mig...hvað átti ég að gera? Gerði það eina í stöðunni....bað um hillurnar. Hingað eru þær komnar og smellpassa svona algjörlega. Ég átti hreinlega að fá þessar hillur. Héðan í frá ætla ég aldrei að fara annað en á Greifynjuna í Árbæ þegar ég þarf að láta kíkja á tærnar. Það er góður staður til að láta dekra við sig. --- Á dögunum fékk ég/við yndislega og aldeilis frábæra gjöf frá góðum fjölskylduvini. Ljóðabækur allra meistaranna innbundnar í leður með gylltu letri. Við nánast táruðumst.... en hvað? hillurnar góðu voru sem smíðaðar undir þessar dásamlegu bækur. Þetta hilluskot er mér dýrmætt, klukkan, (hefur sögu)  heklaða krabbameinsbjallan frá Hauki,  kr.slaufu- golfkúlan frá krumma og litli óskasteinninn sem á að færa Þuríði betri heilsu og tengdasyninum gæfu í vinnuferð. Ég sendi ykkur góða strauma hvar sem þið eruð þar til næst.

7 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég held þú þurfir að setja inn mynd af myndunum sem hengu þarna upp áður en sá rammi var TEKINN niður. Ætli þetta sé einsdæmi? Að foreldrar breyti ÖLLU þegar einkabarnið flytur að heiman? P.s þetta er flott ;)

Ragna sagði...

Ég ku vera með sand í gallblöðrunni - Ég lofa að senda þér hann þegar hann verður fjarlægður. Þasð verður sko flott eintak í krukku með rauðri slaufu.
Kve
Kvðja og knús til ykkar Bróa.

Ragna sagði...

Fyrirgefðu stafaruglið - puttarnir á mér láta orðið svo illa að stjórn og vilja alltaf bæta einhverjum aukastöfum við í textanum :)

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að laga þetta á nýja blogginu. Þú kemst inn með sama gamla góða notendanafninu :)

Kkv
Þóra Marteins

p.s. þessar nótur eru í vinnslu. Vallargerðisbræður eru að leita að þeim :-)

Egga-la sagði...

Sandur eða steinar? Ég dröslast með steina héðan og þaðan og stilli upp. Mikilvægt að hafa nátturuna nálægt og sandurinn tekur sig vel út á nýjum hillum.

Frú Sigurbjörg sagði...

Þessi hilla er æði og þú verður að setja inn mynd þegar þú verður komin með sandinn frá Rögnu ;-)

Nafnlaus sagði...

Góð saga og flott hilla alltaf fínir pistlar hjá þér. Kv.Ásta Alfreðs.