laugardagur, 10. nóvember 2012

Fátt er svo með öllu illt........

Þar kom það! Altso réttu myndirnar, er ógurlegur klaufi. --- Þegar ég veiktist þá ákvað ég að skrifa mig frá ósköpunum, þökk sé bestimann, og hjálpaði það mér heilmikið. Það er nefnilega skolli holl lesning að kíkja af og til í skrifin til að sjá hversu langt ég hef komist í bata. Ég hef fengið góðar skoðanir hingað til og á bara eina 4.mánaðar skoðun eftir. Þá á 6 mánaðarfresti næstu árin. Ég ætla ekki að fullyrða að ég sé læknuð, en allt er gert til að varanlegur bati verði. Þegar brjóstið var tekið var gengið út frá því að uppbygging á öðru hæfist í fyllingu tímans. Nú er komið í ljós að svo verður ekki og það gerði mig virkilega dapra. Geislarnir fóru svo illa með allt svæðið utan og innan að ég varð hundaskítsmát! Svo fór ég að hugsa; en með góðri  hjálp bestimanns. So what? Ég er á lífi, ég hef þokkalegan haus hvar sem lubbast upp grár/marglitur makki, er í starfi sem ég get stundað og á góða að. Er það ekki í raun það sem málið snýst um?  ---Efri myndin sýnir oktettinn minn syngja úti á sjó fyrir óvissuferðalanga í yndislegu vetrarveðri og dásamlegri náttúru. Ótrúleg upplifun.--- Sú neðri er spes fyrir frú Sigurbjörgu... mín kæra nú er ég komin með lubba! --- Fyrir þá sem vilja vita eða ekki vilja endilega er ég búin að bæta pínulítið í jólasveinasafnið og hlakka til aðventunnar, tíma gráts og klökkva. Ekki amaleg tilhugsun, eða þannig. ---Jólapakkarnir í stóra bláa húsið leggja í´ann eftir helgi...þetta er svo asskoti langt fyrir póstinn að flytja eins og hann auglýsir sig í sjónvarpinu. Talandi um sjónvarp...af hverju þurfum við alltaf að búa til þætti sem er nákvæm eftirlíking úr ammrískri þáttargerð? Má ég þá frekar biðja um víkivakann með kærri kveðju þar til næst.

11 ummæli:

Ragna sagði...

Elsku Gulla mín það er kærkomið að sjá þetta blogg. Ég hef mikið hugsað til þín og ætlaði einmitt að hringja til þín í dag til þess að vita hvernig þér liði, en var á flakki og ekki varð neitt úr neinu. Ég er fegin að heyra að þér líður betur og allt lítur vel út.
Ég sendi ykkur bestimann STÓRT faðmlag og góðar kveðjur - Þið eruð alveg frábær bæði tvö.
Með kveðju úr Kópavoginum.
Ragna

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla mín,
Þetta er örugglega þriðja eða fjórða tilraun mín til að láta vita af mér að ég er hér!!
Ég ætla að vera með hér frá byrjun en það tekur kannski nokkrar tilraunir fyrir svona kellur eins og mig hvernig á að vera með. Ég reyni að finna út úr því :D

Nafnlaus sagði...

Mér finnst hrikalega leiðinlegt að vera nafnlaus svo ég verð að finna út úr því :D

Lífið í Árborg sagði...

Kærar þakkir fyrir þín einlægu skrif. Þú skalt bara taka þér orð Vigdísar Finnbogadóttur þegar hún var spurð út í brottnám á hennar brjósti, "ég þarf ekki á brjósti að halda til að sinna mínum störfum" eða eitthvað í þá áttina. Mikið er ég sammála þér með eftiröpunina á sjónvarpsþáttum, ég get ekki með nokkru móti horft á þetta. Bestu kveðjur til ykkar frá okkur Palla.

Nafnlaus sagði...

Ætla ekki að skrifa "elsku Gulla mín" ætla að skrifa elsku þið besti mann... Því miður hittum við þig ekki þegar við vorum á Höfn síðast en við vorum svo heppin að hitta Bróa Beta mann... Hann leit betur út en þegar hann fór með mig til tannlæknis hvenær sem það nú var allavega fyrir árið 1974
Gulla... þetta með að byggja upp brjóst... veit að það eru auðvitað tilfinningar tengdar þessu svæði en ég veit líka að besti mann hjálpar þér í gegnum það. Ég er glöð að sjá að þú þarft að senda gjafirnar í "stóra bláa húsið" því ég held að þeim "litlu fjölskyldunni" líði mun betur í "stóra bláa húsinu" Elsku bestasta besta.... þú ert hetja. Gleymdu því aldrei... hlakka til að sjá þig og ykkur sem allra fyrst og fallega gráa hárið þitt... hversu langt sem það fær að vaksa. Sendi þér 12 rauða túlipana í huganum og vona að þú sjáir þá fyrir þér í eldhúsglugganum þínum.... knús og kossar frá dk.... þín ... tja fósturdóttir ... eða .. jú þín Svava

Frú Sigurbjörg sagði...

Elsku Gulla, hver þarf brjóst með svona frábæran lubba??!! Erfitt sem það hlýtur að vera þá eru það samt ekki brjóstin sem gera þig að þessari fallegu manneskju sem þú ert, og það verður aldrei frá þér tekið. Og fyrst ég fékk þessa mynd í gegn, þá hlakka ég til að sjá mynd af jólasveinunum þegar stúfarnir verða komnir á sinn stað. Nú þarf ég að finna nýjan stað fyrir Gullu litlu þar sem húsið hefur tekið miklum breytingum síðan þið brói heimsóttuð okkur. Hjartans kveðja frá Ástralíu :-)

Egga-la sagði...

Gott að heyra að allt sé á réttri leið. Skil þetta með brjóstið en tek undir með Viggu Finnboga. Góðar stundir

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Það góða við hús er að það eru undirstöður fyrir heimili. Hvort undirstöðurnar séu stórar eða litlar, þá er fjölskyldan alltaf sú sama og því líður okkur eins hér og í litla bláa húsinu:)

Nafnlaus sagði...

J.J. Watt Jersey axiotakix
Jimmy Graham Jersey axiotakix
Andrew Luck Colts Jersey axiotakix
http://www.niketexansnflstore.com

Íris sagði...

Gott að skoðunin gekk vel og mér finnst lubbinn fínn. Skil vonbrigðin brjóstið, en eins og fleiri hafa sagt þá gera þau okkur ekki að því sem við erum. En þau eru samt hluti af okkur og hluti af kvenímynd okkar svo það þarf eflaust smá tíma að kyngja því að það sé ekki hægt að byggja upp nýtt. En við blásum á staðalímyndir ;) Gangi þér vel með framhaldið og jólasveinauppröðun.

Nafnlaus sagði...

Darren McFadden Women's Jersey axiotakix
Brian Cushing Nike Jersey axiotakix
Andre Johnson Jersey axiotakix
http://www.niketexansnflshop.com