föstudagur, 5. apríl 2013
Af listfengi!
Heil og sæl öll um kring. Stundum er maður misskilinn, og það er oft fyndið. Ekki hef ég getað státað af teikni-eða hannyrða listfengi á ævinni, það fengu systkini mín í aftur á móti í vöggugjöf. Ég fékk bara annað, ekki síðra skal ég segja ykkur og mitt mesta yndi þegar fer að vora er að mála og gera fínt eins og sagt er. Altso utanhúss. Sá svona líka bráðskemmtilega ámálaða steina í görðum hjá henni dóttlu minn í Ameríku, og myndaði grimmt og galið, ákveðin í að gera svona líka. Við bestimann lögðum okkur verulega fram í að finna tvo steina sem hentuðu í verkið, annan ætlaðan okkur en hinn til góðs granna. Nú er komið vor og þá mundaði ég pensilinn, var búin að grandskoða myndirnar að vestan og teikna upp á blað. ( Hann Halldór bróðir hefði varla getað betur!) Allt klárt og ég yfir mig ánægð með afraksturinn og bestimann hrósaði mér fyrir listfengið. Jæja, svo kom að því að sýna gestum og gangandi, og það örlaði á stolti hjá frúnni. Okkar bestu og traustustu vinir klikkuðu aldeilis.......Nei en flott, kettir bannaðir! Einn meira að segja gerðist svo djarfur að spyrja hvort þetta virkaði! Hvursu listblindir geta menn og konur orðið? Mér er spurn....sjá ekki allir að þetta er bannmerki á þjófa?!!! Og þetta sem menn töldu vera kattareyru er sko kraginn á þjófs-frakkanum og hana nú. Ég er viss um að þá á enginn eins flott bannmerki og moi!--- Neðri myndin sýnir svo mikla list, bæði frúna og fjallið þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég elska þig af öllu hjarta, yfirmáta ofurheitt og segi "váá en fínt!"
Þú ert algjört yndi Gulla mín og ekki vantar framtakssemina og listfengið. Nú geta sem sé þjófar, kettir og hundar tekið það til sín að þarna eiga þeir ekkert erindi. Hver veit nema ég fái séð listaverkið með eigin augum í sumar ef ég fer á Austurlandið. Sendi góða kveðju og knús til ykkar Bróa.
Þetta er alveg bráðsniðug hugmynd, að mála skilaboð á steina, gott að hafa myndina þannig að bæði kettir og þjófar geta tekið skilaboðin til sín. Frúin og fjöllin eru svo algjör snilld. Bestu kveðjur til ykkar frá okkur í Stóra bláa.
Skrifa ummæli