sunnudagur, 21. apríl 2013

Ljósadýrð húsið fyllir...

Á ferð okkar bestimanns suður um daginn fórum við að vanda í Rauðakross búðina í Austurveri til að kaupa bækur. Gerum það gjarna og skilum þeim jafnvel aftur til að aðrir geti keypt. Gott ráðslag og fín nýting á lesefni. Ég var fljót að velja og rölti um. Sá ég ekki hvar tvö ljós sátu á hillu og biðu eftir að ég keypti þau. Nákvæmlega ljós eins og mig "vantaði" og í sama stíl og steindi glugginn minn er.  Í tuttugu ár hafa verið í þessu bókaskoti einhverjir alljótustu ljósakastarar ever. Bestimann var ekkert yfir sig hrifinn, en það þýðir ekki að deila við ljósameistarann á heimilinu. Ljósin voru keypt, veskið opnað og tólfþúsund krónur borgaðar. Svo datt okkur hjónum að kíkja í Bauhaus....ekki getur maður verið maður með mönnum án þess að fara í þá búð. Ferlega leiðinleg gönguferð um t.d. ljósadeildina. Minnug ljósanna góðu fór ég skoða og spekúlera. Jújú, mörg fín og flott ljós, en ekkert eins flott og mitt ljós. Rak svo augun í ljós, ekkert spes svosem...það kostaði 106.000 krónur! Hver kaupir ljós á 106.000 krónur? Mér hálfpartinn svelgdist á...sér yfirhöfuð einhver hvað fjandans ljósið kostar?  Allavega er ég alsæl með mín ljós, og bestimann hreifst með sinni frú og allir ánægðir. ---Núna er að hefjast mikil vinnu- og tónleikatörn sem endar 9. maí en þá fer ég suður og "geng til lækna".. Yndislega orðað hjá Guðrúnu frá Lundi. ( Búin að lesa hana alla) Föstudaginn 10. maí ætla ég hinsvegar að fá mér kaffisopa í Kringlunni svona uppúr 4....og ég býð í kaffi með mér, allavega þeim fyrsta sem kemur, hinir verða bara að borga fyrir sig sjálfir!  Fyrir framan Byggt og búið er fínasta kaffihús. ---Nú eru 49 dagar þar til mitt fólk kemur frá Ameríku, og já, ég tel. Svei mér þá, ég hlakka ósegjanlega til þar til næst.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég held bara að ég mæti í kaffihúsið 10.maí því annars fær maður ekkert að sjá þig!
kv
Eyba

Ragna sagði...

Það fyrsta sem ég við gera er að setja upp skeifu því 10. maí verð ég í Danmörku - frá 6. - 17. maí, Uhuu.
Að ganga til lækna hljómar svona og svona - vonandi allt í góðu. Ljósin þín eru rosa flott en ég er sammála þér um þessi á 106 þúsundin - Er fólk bara aftur búið að missa vitið eins og 2007. Hjartans kveðja til ykkar Bróa í fjörðinn fagra.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

106.000! Og sumir myndu segja "kostakaup"!!! Ljósin eru falleg. Hef áhyggjur að ég komi inn á "nýtt" heimili edtir ca.50 daga. Ég mun pottþétt rata um er það ekki?

Ameríkufari segir fréttir sagði...

106.000! Og sumir myndu segja "kostakaup"!!! Ljósin eru falleg. Hef áhyggjur að ég komi inn á "nýtt" heimili edtir ca.50 daga. Ég mun pottþétt rata um er það ekki?

Frú Sigurbjörg sagði...

Sami staður og síðast, mikið ofsalega líst mér vel á það og hlakka til að sjá ljós þitt skína :-)

Frú Sigurbjörg sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Ragna sagði...

Ég vil bara láta þig vita að ég heyrði í "afa" og sagði honum frá kaffihittingnum þann 10. maí. Blogginu hans hafði verið lokað því hann hafði ekkert bloggað um tíma. Allt hans efni bara horfið og hann bloggsíðulaus og ekki á Facebook, svo hann hefur verið sambandslaus við okkur á netinu. Vildi bara láta þig vita. Kær kveðja

Íris sagði...

flott ljós

Lífið í Árborg sagði...

Ég er ekki hissa þó þú hafir hrifist af þessum ljósum, mér finnst þau alveg frábær.