föstudagur, 3. maí 2013

Tæknivangaveltur í einu orði.

Ég get svo svarið það....tæknin og ég fylgjumst ekki alveg að. Ég hef reynt, það veit Guð, en ég held ég gefist  upp í því skjóli að ég sé komin á "þann aldur"!  Á þó tölvu sem ég vildi ekki vera án og á venjulegan gamaldagssíma sem sumir hlæja að.  App er t.d. eitthvað sem ég lét viljandi framhjá mér fara lengi vel, ég tala nú ekki um hinn víðfræga heimabanka. Kemst ekki hjá því lengur að "ignora" þetta, en svei mér þá, ég strögglast enn við. ( Hef nefnilega yndislegar bankakonur hér í bæ sem sjá um mín mál. Til þess eru þær þessar elskur!) Sko...ég á ekki svona síma sem er nánast fastur við hvern mann, síma sem gerir allt...ef þú kannt á hann. Ég hræðist svoleiðis tól. Ég t.d. vil geta farið í strætó án þess að fletta öllum leiðum upp í einhverju appi, ( fer sjaldan í strætó) pantað mér leikhúsmiða í gegnum síma og svo margt annað sem hefur með mannleg samskipti að gera. Nota bene, ég er komin á fallegan aldur og má því ýmislegt. Nóg um það. 40 ára afmælistónleikar eru búnir, óperusöngvarinn kominn og farinn, prófin í skólanum byrjuð og Gleðigjafarnir sungu á hádegistónleikum í dag. Á morgun förum við í söngferð, tvennir tónleikar og ball á eftir. Jawell, eins og karlinn sagði. --- Eftir tónleikana 9. maí keyri ég "söður" og býð eins og fyrr í kaffi þann 10unda handan við búðina góðu.  Ef ég er ekki þar fyrir einhverja slysni þá dugar kannski að hringja í þrjár stuttar og eina langa eins og heima á Gunnlaugsstöðum þar til næst.

8 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ein stutt ein löng..... Þú ert ekkert að missa af neinu. Finnst þú ekki hafa af-gáfast neitt undanfarið:) Góða ferð söður. Elska ykkur!

Nafnlaus sagði...

Hjá mér í Ásgarði aðeins norðar voru . . ____ = tvær stuttar og ein löng :)
Kv
Eyba

Ragna sagði...

Það sem ég er skúffuð að beta ekki hitt ykkur bloggvinina þann 10. Já öll þessi app og allt það hugnast mér ekki heldur að eiga að læra á, get hringt og meira að segja sent SMS, en lengra nær það nú ekki á símann minn. Kærust kveðja til ykkar Bróa í Fjörðinn fagra og gangi þér vel suður og í því sem fyrir liggur þar.

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu beta í staðinn fyrir geta. Puttarnir á mér láta bara ekki alltaf að stjórn. Kannski á maður bara að vera kominn í rúmið á þessum tíma.
Ragna

Nafnlaus sagði...

Eyba, þá hringjumst við á í Kringlunni, hlýtur að virka! Ég sjálf

Íris sagði...

maður kemst ennþá af án þess að hafa app, þó ég hafi einmitt freistast í ýmis öpp síðustu dagana. T.d strætó-app

Nafnlaus sagði...

Ég er ein af þeim sem er komin í blessað appið og það allt, því miður. Bloggin hafa orðið útundan en ég byrja aftur, vonandi sem fyrst :-)
Kærar kveðjur Gulla mín og bestu kveðjur austur í fjörðinn minn. Alltof langt síðan ég hef komist austur að einhverju viti.

Nafnlaus sagði...

Kveðja, Elsa Lára ... Gleymdi að skrifa undir kommentið hér að ofan :-)