föstudagur, 7. júní 2013

Fréttir af kotkerlingu.Verulega sumarlegt blogg, sólin skín og fyrsta rósin opnaði sig í dag og tileinka ég hana öllum sem kíkja hér inn. Nýi sólpallurinn gasalega flottur og væri ekki amalegt að bjóða í ball. Í dag er frúin hálfnuð í kotinu og get því á morgun farið að telja niður, er í raun byrjuð.....eða þannig. Get þó ýmislegt gert í rólegheitunum og læt lítið hagga mér. Tek skutlutúr á hverjum degi og dáist að bænum mínum. Hann er svo fallegur og öllu svo vel við haldið. Nú getur maður skokkað á skutlunni meðfram ströndinni á dúnmjúku malbiki. Þið verðið bara að koma til Hafnar og sjá hvað ég er að tala um. Ykkur verður sko ekki í kot vísað! Svo fyndin....."Gamla búð" var vígð í dag í nýrri og fallegri mynd á hafnarsvæðinu. Þetta er drottning allra húsa hér að mínu mati og er Hornfirðingum til mikils sóma.--- Jæja, ekki á morgun, ekki hinn heldur HINN koma Ameríkufararnir. Ég er svo spennt að það heldur fyrir mér vöku endrum og sinnum. Svali= tékk....Kókómjólk= tékk...hjól= tékk og allt hitt= tékk svo nú er bara að bíða, oog bííða ooog bíííðða. Svo þegar allir eru komnir í hús  líður tíminn allt of hratt. Með sólarkveðju á alla bæi þar til næst.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur pallur!
Ætlaði að ná um þig í dag í Gömlubúð en þú ert orðin svo ansvítans ári fljót í ferðum að ég missti af þér, sá á eftir þér inní bæ, en ég næ þér seinna. En ég kannast við svona bið, þetta er næstum óþolandi. Sjáumst

Nafnlaus sagði...

ætlaði ekki að vera nafnlaus. Kv. Guðný Svavars

Ragna sagði...

Ég samgleðst ykkur Gulla mín og Brói að nú styttist óðfluga biðin eftir að fá þau allra bestu til ykkar. Það er greinilega allt tilbúið til þess að eiga ljúfar stundir, glens og gaman öll saman í fallega firðinum ykkar. Hjartans kveðja til ykkar allra.

Nafnlaus sagði...

Yndislegur pallur og hvað ætla Ameríkufararnir að vera lengi hjá þér? Ég skil spenninginn!!
kv Eyba

Lífið í Árborg sagði...

Það er aldeilis flottur danspallurinn ykkar. Það færist bráðum fjör í leikinn á honum og allt í kring. Nú eru þau trúlega komin mikið fjör og mikið gaman. Ég ætla að reyna að líta til ykkar fljótlega.
Bestu kveðjur frá okkur Palla. Þórunn

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin að fá Ameríkufarana þína til ykkar.
Eigið yndislegan tíma saman.
Kærar kveðjur ofan af Skaga ;) Elsa Lára sem saknar Hornafjarðar dálítið mikið þessa dagana.

Íris sagði...

Þið hjónin væruð ekki í vandræðum með að slá upp dansiballi á þessum fína palli. Held að þú verðir bara hreinlega að láta verða af því ;) Njóttu tímans í botn með útlendingunum þínum. Kveðja í bæinn.

Íris sagði...

Þið hjónin væruð ekki í vandræðum með að slá upp dansiballi á þessum fína palli. Held að þú verðir bara hreinlega að láta verða af því ;) Njóttu tímans í botn með útlendingunum þínum. Kveðja í bæinn.