laugardagur, 26. október 2013
Saknisakn...
Þar sem ég var alveg viss um að mín væri saknað skellti ég mér á svosem eitt blogg. Það eru að vísu flestir hættir að blogga eða kíkja í kaffi, en mér finnst þetta form miklu skemmtilegra en fb. Mín sérlunda. Ég nefnilega ætlaði aldrei að byrja að blogga, en ung og góð stúlka taldi mér trú um að þetta yrði ég að gera og setti mig upp eins og hún kallaði það svo fagmannlega! Sjálf er hún svo löngu hætt að skrifa! --- Fyrir tveimur vikum fórum við bestimann ásamt fylgdarliði norður á Vopnafjörð, og alveg í himinsins blíðu. 16 stiga hiti báða dagana. Þar upplifði ég algjöra menningarveislu, og fékk að taka þátt í henni með kvartettssöng vopnfirskra karla + bestimanns. 3ja tíma veisla, troðfullt hús og engum leiddist. Vopnfirðingar: ef þið læðist hér inn þá eigið þið hrós og heiður skilinn. Fagridalur, Framtíð, Holt og allt hitt....takk. --- Nú, ekki létum við bestimann deigan síga eftir Vopnafjarðarför heldur drifum okkur í málningarvinnu hér á bæ. Nú er allt svo skínandi hvort sem það er bókarskotið, dóttlusvítan eða lyklakippusafn bestimanns. 1100 kippur á vegg og hver og ein þvegin! --- (Er þetta ekki hálfgerð "belun"?!) Skólinn, kórarnir og allt annað sem tengist lífi okkar gengur sinn besta gang, cd upptökur Jökuls að klárast og ég sit sveitt yfir h moll svítu Bach. --- Minn draumur hefur verið lengi að skrifa pistil sem er bara á neikvæðum nótum....þið vitið, svona um ambögur, íþróttamál, ljótar fréttir og dýrkun á vitlausu fólki úti í hinum stóra heimi. En núna komst ég ekki í þann gírinn. Lífið er nefnilega svo miklu skemmtilegra án þessa sem ég ætla þó einhverntíman að skrifa um þar til næst. Sendi ljúfar yfir og allt um kring.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Bloggið ER skemmtilegra en fésið, ef við verðum látnar velja á milli þá verðum við þó tvær í sérlundinni. 1100 lyklakippur, já....
Sammála síðustu ræðumönnum um bloggið, en mér fannst fróðlegt að sjá allar lyklakippurnar og rak strax augun í tvær sem mér finnst vera ættaðar frá Portúgal, þessar með hananum á lengst til vinstir.
Rosalega er lyklakippusafnið þitt flott. Um bloggið vil ég segja að mér finnst það miklu nánara en fésið, þó það sé vitaskuld gott á sinn hátt.
Gangi þér vel Gulla mín, þú veist hvað ég hef í huga.
Hjartans kveðja til ykkar Bróa.
Mikið væri gott að fá fréttir frá þér Gulla mín. Hugsa mikið til þín.
Kær kveðja til ykkar.
Skrifa ummæli