föstudagur, 21. mars 2014

Vorkoma?Sko, þessar myndir eru svolítið þannig að hljóð og mynd fara tæplega saman. Rósin fallega er tekin úr gaddfreðnum sólskála í byrjun þessa árs, eitthvað sem gerist aldrei. ( Alltaf hlýindi.)  Hin myndin er tekin núna á dögunum af dyrum sólskálans....þar inni er lífið að brjótast fram þrátt fyrir óáran í veðrinu. Þeir sem búa á öllum öðrum hornum landsins hlæja örugglega að okkur hér.....Samt... á okkar mælikvarða snjóaði "a lot". Margt hefur sullast á fjörur okkar síðan síðast. Bestimann var skorinn á kvið til að laga nabblakút og frúin gekk til lækna! Fékk fína skoðun hjá krabbameinslækninum, en á í smá basli með mitt eigið brjóst. Það verður lagað í vor og er meinalaust. Þegar þarf að setja upp nál hjá mér verð ég allt í einu eins og Mjallhvít... verð algjör blómablóma. Reyndustu konur og menn hafa gefist upp á mér við þannig aðstæður og kalla þá til ennþá meiri reynslubolta. Í lyfjameðferðinni kom gjarnan ein rússnesk, frábær kona sem ég kallaði babúsku. Var fyrst svolítið hrædd við hana, en það hvarf nú fljótt. Í þessari lotu á dögunum þurfti að kalla eina til og ég beið róleg eftir minni babúsku. Ég beið frekar lengi. Allt í einu birtist engill í konulíki sem hafði unnið á skurðstofu og stungið nær alla landsmenn í tæplega 40 ár. Allar mínar prinsessu æðar opnuðu sig fallega fyrir þessari góðu konu. Ekki veit ég úr hvaða genum fólkið á Lansanum er, en þau hljóta að vera sérstök.  --- Þessar víðfrægu fjörur lágu víða þar syðra, og þar á meðal í Salinn í Kópavogi. Þar sungu Sætabrauðsdrengirnir aldeilis stórkostlega tónleika. Á ekki orð til að lýsa þeirri upplifun. Farið bara sjálf ef þið hafið tækifæri og reynið á eigin skinni .Drengirnir eru fyrir utan að vera 1. flokks söngvarar fanta flottir leikarar. Bestimann nýkominn úr nabblameiddi átti voða bágt þegar hláturinn skók alla.  Á fjörur okkar bestimann rak líka mikið og gott matarboð hér heima, með "the silver boys". Þeir eru engum líkir... og ekki skemma spúsurnar  ---Lífið er semsagt gott og ég ætla að njóta þess. Verð að spranga því hér á veraldavefinn...kaupið ykkur góðan miða í HHÍ þar til næst.

2 ummæli:

Ragna sagði...

Mikið er gott að frétta af ykkur Gulla mín. Sem fyrr eruð þið ekkert að láta öldurótið raska ró ykkar á siglingunni um lífsins ólgusjó. Hjartans kveðja í fjörðinn ykkar fagra, þar sem rósirnar í glerskálanum eiga eftir að skarta sínu fegursta er vorar.

Ragna sagði...

Heil og sæl frábæra Gulla mín. Í dag er 4. apríl og því óska ég þér til hamingju með afmælið og vona að dagurinn þinn verði bæði góður og skemmtilegur. Ég hugsa oft til þín, því þú hefur haft meiri áhrif á mig síðan ég kynntist þér en þig grunar - Bara svo þú vitir það.
Hjartans kveðja til ykkar Bróa í fjörðinn fagra sem senn skartar sínu fallega vorskrúði.