laugardagur, 12. apríl 2014
Enn legg ég í'ann.
Mætti halda að ég væri sérstaklega sjálfhverf, en mér finnst þessar myndir alveg dásamlegar. Sú efri var tekin á Borginni í den tid, þarna erum við uppstrílaðar frá fínni fatabúð og greiddar og málaðar í takt við tísku tímans. Það sem kemur mér til að brosa er hversu gjörsamlega dauðar við erum á svipinn, vorum þó bara nokkuð góðar og glaðar. Þarna er greinilega alvara á ferð. Seinna þetta kvöld vorum við svo komnar í síðkjóla með öðruvísi greiðslu. Sú mynd er líka mjög fyndin, en yndisleg. Á neðri myndinni er ég hinsvegar nokkuð glaðlegri og komin í tískuföt þess tíma. Útvíðar buxur með mjöööög háum streng, hálfgert magabelti en sést ekki fyrir nótnastatífinu. Í dag......syng ég bara, er glöð og til fjandans með tískuna.-- Lífið hér á kærleiks eins og einhver orðaði það svo skemmtilega gengur sinn vanagang. Mikið að gera á öllum vígstöðvum. Ég ætla að nota páskafríið í að elda góðan mat, þurrka af og spila músíkina mína, og æfa með söngkonu og oktettinum mínum. Síðan en ekki síst: dúlla mér í sólskálanum hvar sem allt er á fleygiferð. Þetta er gott plan. Svo ætla ég líka að spila páska- og fermingarmessu í lítilli kirkju í sveitinni. Ég hlakka til þess. Þar kemst maður nefnilega mjög nálægt lífinu eins og flestir vilja hafa það. Fyrir margt löngu spilaði ég við húskveðju. Það var fallegt, eitthvað sem ég gleymi aldrei, og það var líka í sveitinni. Í dag eru stóru kirkjurnar með stóru orgelin eitthvað svo mikið og stundum yfirþyrmandi. Þá er líka gott að eiga þess kost spila í litlu samfélögunum þar sem lífið virkar hægar, en er það ekki. Lífið er nefnilega ekki bara 101 á hverjum stað. ( Við eigum 101 hér á Höfn!) Í lok maí fer ég "söður" og verð í 3 vikur. Er bara nokkuð brött með það, því eftir þá meðferð skal ég ætla að ég verði eins heilbrigð og danska meri kóngsins. Þar til næst sendi ég ljúfar yfir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Skemmtilegar myndir, ég brosti yfir buxunum það skal ég viðurkenna.
Við verðum á Höfn á miðvikudaginn, aldrei að vita nema ég athugi hvort þið verðið heima og sníki kannski einn kaffibolla :)
Kv.
Védís
Alltaf gaman að sjá gamlar myndir og upplifa eigin ungdóm, þetta var sko flott tíska. Gott að heyra hvað allt gengur vel, batakveðjur til betimanns og auðvitað til þín líka. Vonandi sjáumst við fljótlega.
Eins og ég sagði við þig þá fannst mér þú einmitt alltaf svo flott og falleg á efri myndinni. Þykir það að vísu enn. Njóttu páskafrísins og heilsaðu þeim sem ég þekki í sveitinni. Lufjú
Eins og ég sagði við þig þá fannst mér þú einmitt alltaf svo flott og falleg á efri myndinni. Þykir það að vísu enn. Njóttu páskafrísins og heilsaðu þeim sem ég þekki í sveitinni. Lufjú
Skrifa ummæli