mánudagur, 9. júlí 2007
Bærilega gekk það síðast, þannig að ég legg í hann aftur. Hornfirðingar hafa gjarnan sagst vera með sundfit því mikið getur ringt hér. Nú er öldin önnur, varla kemur dropi úr lofti. Bæjarbúar þenja því garðslöngur sínar í allar áttir svo gróðurinn skrælni ekki. Við hjónin höfum ekki tekið þátt í svoleiðis austri og bíðum bara eftir vætunni sem við þekkjum svo vel. Vittu til, eins og karlinn sagði bráðum fer hann að rigna og við förum á kaf eins og hér um árið. Það er nefnilega annað hvort í ökkla eða eyra. Hvað um það, lífið er gott og ég er loksins búin að hafa betur en arfinn. Fari hann og veri því garðurinn ER stór. Rósaskálinn minn er í fullum skrúða og er hann er eins og Eden yfir að líta. ( Ég er viss um að sá garður hefur litið líkt út!) Það er því mikil lukka að ég skyldi veljast í tónlistarkennslustarfið, þá á ég góðan sumartíma. Ef þið lesendur góðir eigið leið um Hornafjörð langar mig að benda á nýjan veitingarstað sem heitir Humarhöfnin. Þar er aldeilis frábær humar á boðstólum. Ekki það að það sé eini humarstaðurinn, Höfn er "nebblega" HUMARBÆR. Kveðja úr kotinu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ég kem á nýja humarveitingahúsið-ég er á hjóli.
til hamingju með nýju síðuna!
ertu búin að læra að setja inn myndir? held að rósagarðurinn hljóti að koma sterkur inn sem myndefni...
Mikið er þetta nú skemmtilegt og ég sé að þú ert strax búin að setja þinn svip á síðuna. Ég hlakka til að fylgjast með hugleiðingum af Hólabrautinni.
Svo veistu að ég er alltaf til taks.
Ég fékk nú alveg ágætis vætu í útilegunni um helgina. En hún var þó að mestu í formi öldrykkju :)
Kibba mín, ein vinkona getur ekki kvittað, hún þarf eh. sem heitir account! Hvað geri ég nú???!
Alveg er ég sammála baun að nú væri gaman að sjá myndir úr garðinum.
Svo fær maður auðvitað vatn í munnin þegar minnst er á humar. Ætli maður verði ekki að fara að leggja land undir fót og leita að humarveitingahúsinu
síðan þín leyfir ekki neinar nafnlausar athugasemdir og því þarf fólk blogger-addressu til að geta kvittað hjá þér, eins og t.d Birta. Það er örugglega hægt að breyta kommentakerfinu svo að allir geti kvittað. látossnúsjá sagði maðurinn.
Ég sá nafnið þitt á blogginu hennar Rögnu og datt í hug að líta inn, svona flýgur fréttin í netheimun. Það verður gaman að lesa hugrenningar þínar og fá um leið fréttir frá Hornafirði. Ég segi eins og Ragna gaman væri að sjá myndir úr þínu Eden, ég elska rósir.
Kær kveðja frá Portúgal
Þórunn
Þetta kemur dátítið furðulega út að ég skuli vera kölluð Jólalisti, en ég bjó til bloggsíðu fyrir síðustu jól og hún átti bara að fjalla um jólin og undirbúning þeirra, þetta hafa bloggheimar grafið upp, jæja ég verð þá bara jólasveinn þegar ég kvitta hérna, Þórunn
Gaman að þessu. Ég er að vinna í rósamynd. Ef þið kíkið á myndina af okkur hjónum á brúðkaupsdegi Svanfríðar(þessari á upphafssíðunni)þá erum við í rósahafinu. Takk fyrir að kvitta.
Skrifa ummæli