laugardagur, 7. júlí 2007

Heil og sæl þið sem kíkið hingað inn. Ég veit svosem ekkert hvað ég að koma mér í, en mátti til með að prófa. Vinkona dóttur minnar kom til mín og sagði þetta blog dæmi ekkert mál, en eftir hálftíma kennslu og áhorf á dömuna vinna helltist yfir mig þessa gamalkunna tölvu- og tæknifóbía. En, nú er ég að kasta mér út í þá djúpu og verð að krafla mig áfram. Til hvers að blogga spyrja margir. Svar mitt er ósköp einfalt, það er gaman að lesa blogg hjá pennafæru fólki, og þótt ég sé kannski telji mig ekki í þeim hópi finnst mér gaman að skrifa. Ég ætla ekki að rægja mann og annan eða vera stóryrt. Mig langar bara eins og svo marga að skrifa stundum, og þá um eitthvað sem kemur upp í hugann. Dóttir mín hefur bloggað í langan tíma og hef ég mjög gaman að lesa skrifin hennar, þrátt fyrir að vera í nær daglegu sambandi við hana símleiðis eða í gegnum tölvuna. Á síðu dóttur minnar eru margir linkar, og fer ég daglega rúnt á síðunni, og hef mjög gaman að. Þar eru mjög margir góðir bloggarar, og vil ég þakka ykkur öllum fyrir skemmtileg skrif. Það stendur yfirleitt efst á síðu "alvöru" bloggara: Allt um mig! Úpps, þar gleymdi ég að læra Kibba mín, en það kemur. Hver er ég? Ég er 56 ára Reykvíkingur en flutti til Hornafjarðar 1974. Ég er tónlistarkennari, kórstjóri og píanóleikari. (meðleikari). Er gift góðum manni sem heitir Örn og saman eigum við dótturina Svanfríði Eygló Ameríkufara. Þar eigum við hjónin fyrirmyndartengdason og tvo algjöra gullmola, þá Eyjólf Aiden tæpra þriggja ára og Nathaniel Nobel fæddan 24. apríl, nánast nýr.-- Þeir eru flottastir.-- Lífið er gott, því það er gott að eiga góða fjölskyldu. Nú er ég búin að marglesa yfir þennan texta svo nú er bara að ýta á réttan takka og þá, plúpps,! veraldarvefurinn tekur við. Þvílík tækni. Það væri gaman ef einhver kvittar, því þá veit ég að ég get þetta sko alveg. Heilsa úr kotinu.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

auðvitað kvittar maður, hvurslags eiginlega!
Kvittanirnar fara rólega af stað hjá fólki en mun fleiri munu lesa skrifin án þess að kvitta þannig að þó enginn kvitti þá þýðir það alls ekki að enginn lesi. Mundu það.
Spurning: kanntu að setja inn linka sjálf? Ef ekki, viltu að ég geri það fyrir þig? Láttu mig vita því þá geturðu farið beint inn á þínar uppáhaldssíður af þinni síðu.
En jeg höre pa dig senere. Svona talar danskurinn:)
Lúf ja, Svanfríður

Védís sagði...

Kvitt,kvitt

Ragna sagði...

Já, þú getur þetta sko alveg Guðlaug og það er gaman að þú skulir slást í hópinn.
Oft heldur maður að enginn kíki inná hjá manni þegar lítið er um kvittanir, en svo kemur annað á daginn þegar maður hittir fólk sem segist nú alltaf fylgjast með lífinu hjá manni í gegnum vefsíðuna.
Kær kveðja frá Selfossi.

Ofurpési sagði...

Verð pottþétt daglegur gestur hér :)