mánudagur, 10. september 2007

Vöggugjöf----afgangsstærð?

Mér var margt gott gefið í vöggugjöf, þótt ég haldi því nú stundum fram að ég hafi verið afgangsstærð. Það er að vísu nokkuð ljóst að svo er ekki... kona sem er 1.80 á hæð getur varla talist afgangsstærð. Eitt af því sem gleymdist að setja í minn langa skrokk var lengri leiðsla á mörgum sviðum. Ég hlæ yfirleitt á vitlausum stöðum og "fatta" alls ekki brandara. Það eru margar góðar sögur um þennan skort minn. Einu sinni horfði ég agndofa á frétt í sjónvarpinu um graðfola sem var metinn á tugi miljóna, og fannst mér mikið til koma um ágæti þessa hests og tók að segja frá. Vinur okkar hjóna var þá nýbúinn að kaupa nýja rútu uppá sama pening og graddinn var verðlagður á, og rútan var með vaski. Enn og aftur fór ég að segja fréttirnar og bætti nú rútukaupunum við. Allir hlóu, því ég gerði ekki greinarmun á "vaskinum" og handlaug! Í dag nenni ég ekki að þykjast skilja, en skil samt að þessa leiðslu hef ég ekki nema í litlum mæli. Annað sem gleymdist að gefa mér voru sæmileg hné, þau dugðu bara fram á 18. ár. Síðan þá hef ég farið í á annan tug aðgerða, og legg í eina slíka á næstu dögum. Er það furða að ég hafi stundum hugsað um afgangsstærðina þegar bæði leiðsla og hné fóru forgörðum?! Nú ætla ég að hætta að velta þessum hlutum fyrir mér og halda áfram að vera ég með öllu sem mér tilheyrir. --Eftir nokkrar umræður hér á síðunni og öðrum um íslenskt mál verð ég að deila spurningu sem ég fékk fyrir löngu. Lítið barn horfði á hækjurnar mínar og spurði opineygt: Hvað skeði fyrir þig, var hrint þér, eða lentirðu fyrir slysi?!!! Er furða þótt ástkæra ylhýra sé á undanhaldi... Kveð með bros á vör og óska sjálfri mér til hamingju með að vera eins og ég er.

9 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

skammastu þín að hugsa um sjálfan þig sem afgangsstærð...þú ert það allra besta sem til er og mundu það!luf jú.

Nafnlaus sagði...

Ég óska þér líka til hamingju með að vera eins og þú ert, en hinsvegar vona ég svo innilega að þú fáir bót meina þinna og að hægt verði að laga hnén þín. Ég óska þér góðs gengis í aðgerðinni.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

þessi setning barnsins er bara....maður er orðlaus yfir svona orðfæri.

vona að það gangi sem allra best hjá þér í "heilsudeildinni"

Nafnlaus sagði...

Aldrei hugsa um sjálfa þig sem afgangsstærð.. Við sem hér erum eigum öll sama rétt á lífinu, bara misjafnar misjöfnur sem við þurfum að berjast við..
Gangi þér ofsalega vel í aðgerðinni..

Bestu kveðjur,

Nafnlaus sagði...

Baldvin minn lenti í því einu sinni að barn spurði hann "af hverju labbarðu svona? Keyrði yfir þig bíll?"

Baddi minn varð hálf vandræðalegur og ákvað að láta mömmuna sjá um að svara spurningunni.

En gangi þér vel í aðgerðinni.

Kveðja Inda

Nafnlaus sagði...

afgangsstærð? það þarf nú meira til, til að gera alvöru kvenmann sem þig, heldur en einhverja afganga!
annars er ég frekar óörugg þessa stundina með rit mín, ég er ansi hrædd um að uppsetning setninga minna stangist á við reglur....vona ekki, en þar sem ég sá ekki stórbrot á umtöluðum setningum þá dreg mína hæfni í efa.....vona að aðgerðin takist vel til og að þú náir góðum bata sem allra fyrst.....
bestu kveðjur að vestan

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er hörmuleg setning.

Alveg eins er leiðinlegt, þegar sagt er:

Það var keyrt mér...
Ég er ekki að skilja/fatta/nenna...

Þetta eru orðskrípi af næstu gráðu.

Hækjurnar klæða þig vel. Þær eru svo mikið "þú".

Hafðu það gott, og gangi þér vel í aðgerðinni.

B

Védís sagði...

Gangi þér vel í aðgerðinni, leiðinlegt að fá ekki að hitta ykkur á Höfn um helgina.
Maður kemur orðið aldrei þangað, brunar bara í gegn.

Nafnlaus sagði...

Ég hef aldrei hitt þig en er alveg sannfærð um að þú ert alls engin afgangsstærð. Þú átt svo frábæra dóttur. Svoleiðis "stykki" geta afgangsstærðir ekki búið til;-)