fimmtudagur, 10. apríl 2008

krakkar út kátir hoppa

Það er svoleiðis á mínum bæ, og hér er mikið fjör. Húsið beinlínis iðar af lífi. Ég veit varla hvar ég á að byrja, mig langar að segja svo margt.--- Í fáum orðum: Ég á yndislega dóttur sem gaf mér tvo ömmustráka, stráka sem eru heilbrigðir og haldið er utan um af foreldrunum. Þótt Svanfríður ætli að læra sagnfræði sé ég hana ekki fyrir mér sem slíkan fræðimann...hún er uppalandi og fræðari sem hvetur á bæði borð. ( Nú hlýt ég að fá komment frá dömunni) Eyjólfur Aiden: Dansar, fer í fimleika, leggur á borð, stjórnar garðvinnu, tvistar með viskastykki á höfðinu, fer í veghús (n.b. Húsasmiðjuna) pissar úti í garði, hjólar, fer í langa göngutúra og stjórnar kórnum mínum. Nathaniel Noble: Hann brosir, borðar, klappar saman höndunum og tyllir sér á tær við flygilinn og spilar. Hann spilar náttúrulega tóma steypu, en hún hljómar fínt. Sérstaklega þegar ég er að vinna við hljóðfærið og Eyjólfur syngur með! Væri gott og verðugt verkefni fyrir tónskáldið Hildigunni að vinna úr! ---Lífið er semsagt gott, en heldur mikið álag í tónlistinni fyrir ömmu sem vill helst vera heima þessa dagana. Allir kórar að uppskera og tónleikar í bunum. Löngum bunum. Takk fyrir að fylgjast með lífinu hér á Hólabrautinni...Þar til næst.

10 ummæli:

Egga-la sagði...

En gaman hjá ykkur. Svona verður gaman hjá okkur í sumar.Öllum farið að hlakka til.
Heyrðu þessar fiskibollur í bleikri, kannski ég ætti að elda það handa mínum börnum.Hmm, þarf greinilega að fá uppskrift að þessu bleika.Kveðja frá Noregi.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú segist ekki sjá mig í sagnfræði eða sem sagnfræðing? hmmmm, ég verð þá bara skapandi sagnfræðingur sem ritar og skráir skemmtisagnir:)
luf jú,Svanfríður

Nafnlaus sagði...

þekki vel fjörið sem fylgir svona grislingum og skil að það hafi verið stuð á bænum:)

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla mín þú átt svo sannarlega skilið að eiga góðar stundir með grislingunum þínum öllum. Já hún Svanfríður er góður sögumaður en sagnfræðingur??? Mér finnst að hún ætti að halda áfram að eiga fleiri börn það fer henni svo vel. Og n.b. Það er aldrei af mikið af þeim.... Bestu kveðjur héðan frá Dk og Siggi biður að heilsa líka ykkar Svava

Nafnlaus sagði...

Hahahha, frábærar lýsingar.

Ég á einn lítinn steypubíl, sem þjösnast á hljóðfærinu falska.

Góða helgi, og ég bið að heilsa öllum.

B

Nafnlaus sagði...

:)

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að hafa líf og fjör hjá sér. Njóttu vel.
Kær kveðja til ykkar allra.

Nafnlaus sagði...

Svanfríði sé ég sem stjórnanda, hvernig stjórnun sem það er! Hún er drífandi og "smitandi" fær alla til að taka þátt án þess að aðilarnir sjálfir taki eftir því að þeir séu farnir að klappa eða dilla sér...

Gott að allt gengur vel, við hér erum farin að telja dagana þangað til við fáum þrenninguna til baka....

bestu kveðjur austur!

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega glimrandi fjör þarna, það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast þegar börn eru í húsinu. Njótið vel á meðan færi gefst.
Kveðja úr Kotinu
Þórunn

Nafnlaus sagði...

Ég bíð spennt eftir að minn stubbur fari að teygja sig í píanóið, gítarana og öll smáhljóðfærin sem til eru á þessu heimili. Það verður eflaust hörkusinfónía sem kemur út úr þeirri spilamennsku.

Þarf þó eflaust að bíða í nokkra mánuði í viðbót þar sem hann er aðeins 6 daga gamall :)

Bestu kveðjur austur
Lovísa Gunnarsd