miðvikudagur, 16. apríl 2008

Smá fréttir.

Hér á bæ er bannað að telja niður, en ég skil ekki hvert tíminn flýgur. Ég hef, ásamt afanum upplifað margar yndisstundir með litlum snúðum og reynt að svara mörgum spurningum. Á bara eftir að reyna að útskýra hvort "guð sendi okkur jólin". Þegar ég var að bögglast við að svara Eyjólfi um hækjurnar mínar og hnén endaði ég á að segjast vera bara gömul amma, og þóttist góð. Nei, sá stutti sagði að ég væri ekki gömul, bara falleg! Þar hafið þið það. Hann var líka sá eini sem tók eftir mikilli breytingu á ömmunni eftir yfirhalningu hár- og snyrtidömunnar. " Þú ert fín og falleg". Bara flottur. Natta hefur farið mikið fram í öllum hreyfingum, er farinn að standa upp sjálfur og tók nokkur skref um daginn. Montinn náungi þar á ferð sem kann að dansa. Sl. laugardag fórum við í fimleika með Eyjólfi, og það var gaman. Langur laugardagur var svo hjá karlakórnum og kom Svanfríður með strákana á æfinguna. Natti skildi lítið í listinni, en sá stóri stóð á kórpallinum hjá afa með opna sálmabók og söng hástöfum. Sem betur fer náðist sá söngur á video. ---Sem sé, lífið er gott á Hólabrautinni.--- Í dag fóru frá okkur bandarískir vinir Svanfríðar og Berts, voru í sinni fyrstu heimsókn. Þau tóku vel á móti okkur vestra og var gaman að geta endurgoldið það á heimavelli. Þau heimsóttu grunnskólann, skoðuðu Jöklasýninguna, löbbuðu um bæinn og snarfestu sig úti á fjörum, varð kalt, lentu í snjóbyl en nutu hverrar mínútu.---Hangikjöt, harðfiskur, nýr fiskur, skyr, síld, og malt + appelsín fór vel í þessa góðu gesti. --- Nú er lokatörnin í tónlistinni, karlakórstónleikar sumardaginn fyrsta og landsmót kvennakóra tveimur dögum seinna. Hljómsveitaræfing var í kvöld fyrir hátíðarkór landsmótsins og gekk vel. Verst að geta ekki fílað sig algjörlega og haft gryfju! Þar til næst....

7 ummæli:

Álfheiður sagði...

Þetta eru algerir gullmolar sem þú átt þarna Gulla mín. Mér fannst ógurlega gaman að sjá aðeins til þeirra um daginn og ekki síður gaman að hitta ykkur Bróa. Krakkarnir eru alsælir með diskana.
Knús, Álfh.

Syngibjörg sagði...

ekkert er eins gott og ömmu og afa kot.
Þú segir mér svo vonandi fréttir af kóramótinu því ég verð fjarri góðu gamni.

Nafnlaus sagði...

Já það er greinilega mikið fjör á Hólabrautinni og mikið að gera. Þú ert greinilega umkringd gleðipinnum hvert sem litið er og ekki skammar karlakórssöngurinn svo uppá.
Ég sendi góðar kveðjur og óska ykkur góðrar helgar.

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt. Dásamlegt að fá gullhamra frá barnabarninu...hahahah

Bið að heilsa öllum,
B

Nafnlaus sagði...

Beint frá hjartanu...börn eru heiðarlegasta fólkið Gulla mín svo að þú mátt vera ánægð með kommentið.... Gangi ykkur vel með allt sem að framundan er... Bestu kveðjur héðan frá okkur Sigga... Svava

Egga-la sagði...

Voða sætir strákar sem þú átt í. Og það er nú oft þeir stuttu sem sjá að maður er orðin fínn, allavegna er það svoleiðis á mínu heimili.

Nafnlaus sagði...

glöggir eru þeir ömmustrákarnir!

og heppnir að eiga svona góða að:)